Fara í efni

Fótaaðgerðafræði

hVERT SKREF SKIPTIR MÁLI

Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta og greina og meðhöndla þau fótamein sem ekki krefjast sérhæfðari læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um. Einnig veita þeir leiðbeiningar varðandi heilbrigði fóta og þau úrræði sem heilbrigðiskerfið býður uppá þar að lútandi.

Fótaðgerðafræði var fyrst í boði hjá Heilsuakademíunni vorið 2017 og hófu þá tíu nemendur nám. Síðan þá hafa 40 fótaaðgerðafræðingar lokið námi og nú stunda 24 nemendur nám við brautina í tveimur hópum. Námið býður upp á góða atvinnumöguleika um allt land og hafa útskrifaðir nemendur gjarnan hafið störf á fótaaðgerðastofum og jafnvel stofnað sínar eigin stofur. 

Opið er fyrir umsóknir í næsta hóp sem fer af stað haustið 2023. Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn sem fyrst. 

Hluti af náminu er að starfa á fótaaðgerðastofu skólans. Þar getur almenningur bókað tíma hjá nemum sem starfa undir leiðsögn kennara skólans. Tímabókanir fara fram hér fyrir neðan en einnig er mögulegt að hringa í síma 578-4000 eða með því að senda tölvupóst á venny@keilir.net 

Tíminn kostar 2500 krónur og tekur 60 mínútur.

Bóka tíma í fótaaðgerð

Nánar um fótaaðgerðafræði

Nám í fótaaðgerðafræði miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemanda til þess að standast kröfur heilbrigðis- og félagsþjónustunnar um fagleg vinnubrögð og nákvæmni og áreiðanleika í starfi. Námið býr nemandann undir störf við meðferð fótameina skjólstæðinga innan og utan stofnana. Sérstök áhersla er lögð á  raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Jafnframt fá nemendur þjálfun í að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður sem krefjast þekkingar, hugkvæmni, hæfni í samskiptum og rökvísi. 

Meðal verkefna fótaaðgerðafræðinga við fótameinum má nefna:

 • Hreinsun á siggi og nöglum
 • Líkþornameðferð, vörtumeðferð og hlífðarmeðferð
 • Ráðleggingar varðandi fótaumhirðu með þau markmið að minnka verki, dreifa álagi og bæta göngulag
 • Útbúa spangir, hlífar, leppa og innleggssóla

Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem ljúka námi á brautinni geta sótt um starfsheitið fótaaðgerðafræðingur á grundvelli reglugerðar nr. 1107/2012 og sótt um starfsleyfi til Embætti landlæknis. Nánari upplýsingar um námsbrautina má nálgast á Námskrárvef Menntamálastofnunar

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að hafa:

 • Náð 18 ára aldri áður en nám í sérgreinum hefst
 • Lokið námi í almennum kjarna og almennum heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum fótaaðgerðafræði (sjá hér fyrir neðan)
 • Vera tilbúnir til að gangast undir skilyrði Landspítalans varðandi bólusetningar þar sem hluti af verknámi fer þar fram. Eftirfarandi eru þær bólusetningar sem krafist er að nemendur hafi undirgengist:
  • Boostrix polio: Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og mænusótt. Þessa bólusetningu þarf að endurnýja á 10 ára fresti.
  • M-m raxpro eða Priorix (MMR): Mislingar, hettusótt og rauðir hundar.
  • Lifrarbólga B 
  • Berklapróf
  • Covid-19

Spyrjast fyrir um inntökuskilyrði

 

Fjarnámshlaðborð Menntaskólans á Ásbrú býður upp á áfanga í almennum kjarna og heilbrigðisgreinum í fjarnámi

Yfirlit yfir áfanga sem þarf að ljúka áður en nám er hafið í sérgreinunum fótaaðgerðafræðinnar

Almennur kjarni (48 einingar)                      Einingafjöldi* 
Danska 5
Enska
10
Íslenska 10
Stærðfræði 5
Lífsleikni
5
Íþróttir 3
Raungreinar 5
Félagsvísindi 5
Heilbrigðisgreinar (61 eining)                     Einingafjöldi*
Heilbrigðisfræði
5
Líffæra- og lífeðlisfræði 10
Næringarfræði
5
Samskipti
5
Sálfræði
5
Siðfræði heilbrigðisstétta
5
Sjúkdómafræði 10
Skyndihjálp
1
Upplýsingalæsi
5
Sýklafræði 5
Starfsumhverfi heilbrigðisstofnana 5                                                                           
* Í töflunni er miðað við framhaldsskólaeiningar samkvæmt núverandi einingakerfi. Áfangar sem gáfu 2-3 einingar í gamla einingakerfinu reiknast oftast sem 5 framhaldsskólaeiningar í núverandi einingakerfi.

 

Nemendur þurfa að hafa gilt skyndihjálparskírteini við útskrift 

Samsetning og fyrirkomulag náms

Brautin er samtals 199 einingar og skiptist í 48 einingar í almennum kjarna, 61 eining í heilbrigðisgreinum sem er sameiginlegt öðrum heilbrigðisstéttum og 90 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Gera má ráð fyrir að nám í almennum kjarna og heilbrigðisgreinum taki 3 - 4 annir og miðað er við að nemendur hafi lokið því áður en þeir koma inn í sérgreinarnar (sjá Inntökuskilyrði).

Nám í sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar hjá Keili telur þrjár annir. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í húsnæði Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Góðar almenningssamgöngur eru milli Ásbrúar og Höfuðborgarsvæðisins.

Mikil áhersla er lögð á starfsþjálfun nemenda og stór hluti námsins fer því fram á fótaaðgerðastofu í skólans. Þar taka nemendur á móti skjólstæðinum undir leiðsögn kennara. Einnig fer hluti starfsþjálfunar fram innan veggja Landspítalans og inn á einkafótaaðgerðastofum. Auk þess fara nemendur í fjölbreyttar vinnustaðaheimsóknir s.s. á dvalar- og hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og til stoðtækjasmiða.

Námslok á brautinni eru skilgreind sem próf til starfsréttinda á þriðja hæfniþrepi.

Upplýsingar um skipulag námsins og áfangalýsingar má nálgast á Námskrárvef Menntamálastofnunar

Upplýsingar fyrir nemendur

Hér má nálgast stundaskrár í Fótaaðgerðafræði. Vinsamlegast athugið að þær eru birtar með fyrirvara um breytingar.

----------

Sækja um

 

Draumur minn hefur alltaf verið að gerast sjálfstætt starfandi aðili með eigin rekstur. Fótaaðgerðafræði er heilbrigðisfag sem höfðar til mín og gerir mér kleift að elta drauma mína. 

Eyrún Linda Gunnarsdóttir, fótaaðgerðafræðingur