25.02.2021
Á fjarnámskeiði um vinnu í hæð læra nemendur um fjölda leiða til þess að koma í veg fyrir fall. Þar á meðal frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana o.fl. Þá er tekið til umfjöllunar reglugerð um röraverkpalla, en hægt er að fá námskeiðið metið sem hluta af námskeiði um röraverkpalla.
Lesa meira
08.02.2021
NPTC (Nordic Personal Trainer Certificate) er einkaþjálfaranám á ensku í fullu fjarnámi á vegum Íþróttaakademíu Keilis. Það hentar þannig bæði á erlendum markaði sem og þeim sem vilja stunda einkaþjálfaranám samhliða vinnu. Næsta námskeið hefst 22. febrúar.
Lesa meira
01.02.2021
Við höfum opnað fyrir umsóknir í NPTC einkaþjálfaranám á vegum Keilis. Hægt er að byrja í náminu sex sinnum á ári og tekur allt að átta mánuði. Námið hefst næst 22. febrúar 2021.
Lesa meira
25.01.2021
Thompson Rivers University í Kanada býður upp á spennandi leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Íslandi (Adventure Sport Certificate) í samstarfi við Íþróttaakademíu Keilis. Um er að ræða 60 ECTS, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður.
Lesa meira
24.01.2021
Hægt er að skrá sig á grunnnámskeið vinnuvéla hvennær sem er. Námskeiðið veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir. Þátttakendur geta hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi að námskeiði loknu.
Lesa meira
18.01.2021
Öryggistrúnaðarmaður sinnir vinnuvernd í samvinnu við öryggisvörð og fylgist með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við vinnuverndarlög. Vandað vinnuverndarstarf skilar sér í bættu öryggi, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks, fækkun fjarvista vegna veikinda og dregur úr kostnaði vinnuveitenda.
Lesa meira
15.01.2021
Átta nemendur brautskráðust í fjórðu útskrift námsbrautar Keilis í fótaaðgerðafræði. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp og stýrði útskriftinni. Arnheiður S. Þorvaldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur með 9,5 í meðaleinkunn.
Lesa meira
07.01.2021
Vorið 2021 mun Vinnuverndarskóli Íslands bjóða breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Um er að ræða bæði opin námskeið sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem og námskeið með vinnustofu sem bjóða upp á að dýpka skilninginn með lifandi umræðum og endurgjöf leiðbeinanda.
Lesa meira
05.01.2021
Á námskeiðinu er farið er yfir vinnuverndarstarf sem á að fara fram á öllum vinnustöðum. Fjallað er um áhættumat á skrifstofum og farið er yfir fimm megin svið þess.
Lesa meira
05.01.2021
Á námskeiði um vinnu í lokuðu rými er fjallað um mikilvægi þess að gera áhættumat áður en vinna hefst íu lokuðu rými, hvaða búnað þurfi að vera til staðar, hvenær gefa þurfi út gaseyðingarvottorð og fleira.
Lesa meira