Fara í efni

Opið fyrir skráningar á Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

Opið er fyrir skráningar á undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands. Undirbúningsnámskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Kennsluefnið hefur verið unnið jafnt og þétt síðan þá og kyrfilega meitlað í takt við áherslur og spurningar fyrri Inntökuprófa. Að námskeiðinu kemur breiður og öflugur hópur kennara.

Námskeiðinu má skipta í fjóra hluta:

  • Kennsluvefur: Við skráningu fá þátttakendur aðgang að moodle kennslukerfinu sem inniheldur mikið magn af æfingaefni og upptökum af fyrirlestrum fyrri ára.
  • Handbók námskeiðsins: "Biblía" námskeiðsins er uppfærð árlega með gagnlegum upplýsingum fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ.
  • Stoðtímar: Skipulögð dagskrá hefst í janúar með vikulegum stoðtímum í húsnæði HÍ við Stakkahlíð sem standa fram í apríl. Fyrri hluti stoðtímanna fer í fyrirlestur og seinni hlutinn í dæmatíma þar sem kennarar og aðstoðarfólk ganga um stofuna og aðstoða við úrlausn úthlutaðra verkefna. Athugið að fyrirlsestrarnir eru í beinu streymi og því er námskeiðið aðgengilegt öllum, óháð staðsetningu. Einnig er mögulegt að varpa fram spurningum í gegnum fjarfundarbúnað.
  • Vorfyrirlestrar: Frá miðjum maí og fram að Inntökuprófi Læknadeildar HÍ í júní eru daglegir fyrirlestrar í húsnæði HÍ við Stakkahlíð.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ