Fara í efni

ÍAK einkaþjálfun hefst næst haustið 2022

ÍAK einkaþjálfaranám Heilsuakademíu Keilis fer næst af stað 15. ágúst 2022.

Markmiðið með náminu er að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á líkamsþjálfun og heilsurækt. Viðkomandi skal búa yfir mjög góðri hæfni í gerð einstaklingsmiðaðra þjálfunaráætlana sem miða að því að bæta heilsu og lífsgæði skjólstæðinga. Í náminu er lögð mikil áhersla á heildræna nálgun sem næst með því að tengja bóklega og verklega hluta námsins vel saman.

ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja starfa sem einkaþjálfarar og einnig starfandi þjálfurum sem vilja auka faglega hæfni sína. Námið hentar einnig öllum sem hafa áhuga á að öðlast aukna þekkingu á sviði líkamsþjálfunar og næringar. Aðrir sem lokið hafi námi á sviði líkamsþjálfunar s.s. sjúkraþjálfarar og íþrótta- og heilsufræðingar eiga hér kost á símenntun á sviði sérhæfðrar þjálfunar.

Námið er viðurkennt af Menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi. Að námi loknu hafa nemendur lokið viðurkenndu starfsnámi innan íslenska menntakerfisins og hljóta viðurkenninguna ÍAK einkaþjálfari frá Heilsuakademíu Keilis.

Sérgreinar námsins eru kenndar á tveimur önnum, haust- og vorönn, með blöndu af fjarnámi og staðlotum. Bóklegur hluti námsins er að mestum hluta kenndur í fjarnámi en verklegi hlutinn í staðlotum í skólahúsnæði Keilis og Sporthúsinu á Ásbrú og er skyldumæting í staðlotur. Heildar einingafjöldi námsins er 180 og þar af eru sérgreinar námsins 80 einingar sem kenndar eru á einum vetri. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna (áður LÍN).

Námið byrjar næst 15. ágúst 2022.

Sækja um ÍAK einkaþjálfun

Hafa samband við verkefnastjóra