Fara í efni

Grunnnámskeið vinnuvéla: Hvar og hvenær sem er

Heilsuakademía Keilis býður uppá  Grunnnámskeið vinnuvéla sem er kennt í gagnvirku fjarnámi. Að námskeiði loknu hljóta þátttakendur bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi.

Ef þú skráir þig á Grunnnámskeið vinnuvéla getur þú...

… hafið nám þegar þér hentar

… lært þegar þú vilt

… skoðað efnið eins oft og þú vilt eða þarft

… öðlast víðtæk atvinnuréttindi

… fengið upplýsingar um öryggi við vinnuvélar

… lært um notkun og umhirðu vinnuvéla

… öðlast ríka þekkingu á vinnuvernd og öryggismálum

… tekið allt frá 3-60 dögum í að ljúka námsefninu

Að námskeiði loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi. Þegar verklegri þjálfun er lokið er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu. Öll verkleg þjálfun og verkleg próf fara fram á vinnustöðum nemenda. Þátttakendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri en til þess að hljóta fullgild vinnuvélarétttindi þarf viðkomandi að hafa bílpróf.

Nemendur horfa á fyrirlestra og myndbönd, lesa ítarefni og leysa verkefni. Yfirferð á efni námskeiðs tekur í heild um það bil 50 klst. en hver og einn ræður sínum hraða. Reglulega þurfa nemendur að standast krossapróf til þess að komast að næsta hluta námsins.

Lokapróf fara fram í kennslustofu í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú, einu sinni í viku eða eftir frekari samkomulagi. Einnig er í boði að taka prófið í gegnum símenntunarstöðvar um land allt.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeið