Fara í efni

Útskrift úr fótaaðgerðafræði í janúar 2023

Föstudaginn 13. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda Heilsuakademíunnar í fótaaðgerðafræði. Útskriftin fer fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ kl. 15.00 þar sem Keilir mun útskrifa nemendur úr Menntaskólanum á Ásbrú, Háskólabrú og Heilsuakademíu. Athöfnin er opin bæði útskriftarnemendum og gestum þeirra og getur hver útskriftarnemi tekið með sér 3-4 gesti í athöfnina.

Boðið hefur verið upp á nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili síðan 2017 og verður þetta sjötti nemendahópur Keilis sem útskrifast úr fótaaðgerðafræði. Nám í fótaaðgerðafræði miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemanda til þess að standast kröfur heilbrigðis- og félagsþjónustunnar um fagleg vinnubrögð og nákvæmni og áreiðanleika í starfi. Námið býr nemandann undir störf við meðferð fótameina skjólstæðinga innan og utan stofnana. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta.