Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í ÍAK Einkaþjálfun

Opið er  fyrir umsóknir í ÍAK einkaþjálfaranám hjá Heilsuakademíu Keilis. Námið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga fyrir því að starfa sem einkaþjálfarar eða hafa áhuga fyrir heilbrigðum lífsstíl. Fólk á öllum aldri og frá ólíkum sviðum samfélagsins hafa hingað til sótt námið og nemendahóparnir því fjölbreyttir. Skipulag námsins er fjarnám með staðlotum sem gerir öllum kleift sækja námið, óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Námið er viðurkennt af mennta- og barnamálaráðuneyti sem námsbraut á framhaldsskólastigi og Menntasjóður námsmanna lánar fyrir skólagjöldum. Takmörkun er á hámarksfjölda nemenda og hvetjum við því alla sem hafa áhuga til að sækja um sem fyrst. 

Nánari upplýsingar um námið má sjá hér.