Fara í efni

Kynningarfundir Undirbúningsnámskeiðs fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

Kynningarfundir fyrir Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ verða haldnir miðvikudagana 7. september og 12. október kl. 17.30 í stofunni Bratta í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð og í beinu streymi á www.inntokuprof.is. Á kynningarfundunum munu fyrsta árs læknanemar segja m.a. frá uppbyggingu námskeiðsins og sinni leið inn í námið. Námskeiðið hefur aðstoðað fjölmarga við að komast inn í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði og sem dæmi þá sóttu yfir 90% núverandi 1. árs læknanema HÍ námskeiðið.

Uppbygging námskeiðsins

Námskeiðinu má skipta í fjóra hluta:

Kennsluvefur: Við skráningu fá þátttakendur aðgang að moodle kennslukerfinu sem inniheldur mikið magn af æfingaefni og upptökum af fyrirlestrum fyrri ára.

Handbók námskeiðsins: "Biblía" námskeiðsins er uppfærð árlega með gagnlegum upplýsingum fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ.

Stoðtímar: Skipulögð dagskrá hefst í janúar með vikulegum stoðtímum í húsnæði HÍ við Stakkahlíð sem standa fram í apríl. Fyrri hluti stoðtímanna fer í fyrirlestur og seinni hlutinn í dæmatíma þar sem kennarar og aðstoðarfólk ganga um stofuna og aðstoða við úrlausn úthlutaðra verkefna. Athugið að fyrirlestrarnir eru í beinu streymi og því er námskeiðið aðgengilegt öllum, óháð staðsetningu. Einnig er mögulegt að varpa fram spurningum í gegnum fjarfundarbúnað.

Vorfyrirlestrar: Frá miðjum maí og fram að Inntökuprófi Læknadeildar HÍ í júní eru daglegir fyrirlestrar í húsnæði HÍ við Stakkahlíð.

Snemmskráningarafsláttur

Opið er fyrir skráningar á námskeiðið sem fyrst var haldið árið 2003 og er veittur snemmskráningarafsláttur. Ef skráningar berast fyrir 1. október er verðið 89.000 kr og 98.000 kr. frá og með 1. október.

Nánar um námskeiðið