Fara í efni

Snyrtifræðinemar í heimsókn

Nemar í snyrtifræði fylgjast með fótaaðgerðafræðinemum að störfum.
Nemar í snyrtifræði fylgjast með fótaaðgerðafræðinemum að störfum.

Góðir gestir litu við í Heilsuakademíuna en þar voru nemar í snyrtifræði við Fjölbrautarskólann í Breiðholti á ferð. Þeir kynntu sér nám í fótaaðgerðafræði en margir snyrtifræðingar hafa bætt fótaaðgerðafræði við menntun sína og hafa þannig getað boðið upp á víðtækari þjónustu en áður. Gestirnir fengu kynningu á uppbyggingu námsins og litu við í meðferðarstofunni og ræddu við fótaaðgerðafræðinema sem voru þar að störfum.

Fótaaðgerðafræði er lögverndað starfsheiti á heilbrigðissviði. Starf fótaaðgerðafræðinga er meðal annars að meta ástand fóta og meðhöndla þau fótamein sem ekki krefjast sérhæfðari læknisfræðilegrar meðhöndlunar.  Umsóknarfrestur fyrir nám á haustönn er til 15. maí og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst. Nánari upplýsingar um námið má finna hér.