Fara í efni

Við komum til þín

Þjónusta Vinnuverndarskóla Íslands miðar að því að laga sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. En leiðbeinendur skólans geta flutt námskeið okkar hvar á landinu sem er til viðbótar við fastanámskeið í Reykjavík og Reykjanesbæ.

Þá bjóðum við einnig upp á aukna þjónustu þar sem sérfræðingur okkar heimsækir vinnustaðinn og undirbýr námskeiðið í samráði við öryggisnefnd eða fulltrúa vinnustaðarins. Í heimsókninni verður haldinn stuttur fundur og farið yfir skipulag vinnuverndarmála vinnustaðarins, hvað er gott og hvað má bæta. Að fundinum loknum er farin skoðunarferð um vinnustaðinn og teknar myndir af því sem er jákvætt í vinnuumhverfinu og því sem má laga eða gera betur. Upplýsingar af fundinum og myndirnar verða svo notaðar á námskeiði eða fyrirlestri fyrir fyrirtækið.