Fara í efni

Námskeiðum frestað vegna samkomubanns

Leiðbeiningar um handþvott
Leiðbeiningar um handþvott

Námskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands hefur verið frestað á meðan samkomubann stendur yfir eða frá og með 16. mars til og með mánudeginum 13. apríl að öllu óbreyttu.

Hefur þetta áhrif á eftirfarandi námskeið:

  • Einelti og áreitni, stefna og viðbragðsáætlun, 18. mars
  • Námskeið um heita vinnu – Logaleyfi, 24. mars
  • Námskeið um öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir byggingarvinnustaði og mannvirkjagerð, 24. mars
  • Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, 1. apríl

Haft hefur verið samband við nemendur sem skráðir voru á þessi námskeið, en við hvetjum þá til þess að hafa samband komi upp einhverjar spurningar.

Af þessu tilefni er vert að minna á mikilvægi þess að hlýða á leiðbeiningar sóttvarnarlæknis og eru nýjustu upplýsingar ávallt að finna á COVID vef Landlæknisembættisins. Þar er einnig að finna spurningar og svör um sjúkdómseinkenni, upplýsingar um skilgreind hættusvæði og aðrar nauðsynlegar upplýsingar

Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörnin og látum við leiðbeiningaplaggat um handþvott fylgja hér með.

Á þessum tímum er mikilvægast að við höldum öll ró okkar, förum eftir leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda og höldum okkur upplýstum um hvað við getum gert til þess að draga úr áhrifum og dreifingu veirunnar.