Fara í efni

Dagskrá Vinnuverndarskóla Íslands

Haustið 2021 mun Vinnuverndarskóli Íslands bjóða breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Um er að ræða fjölda opinna fjarnámskeiða sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem.

Meðal nýrra námskeiða sem verða í boði eru: Grunnnámskeið vinnuvéla á ensku og pólsku; Skipskrananámskeið; Öryggi í vöruhúsum og Námskeið um lyftara og tínslutæki sem eru ekki réttindaskyldar vinnuvélar.

Vinnuverndarskóli Íslands

Vinnuverndarskóli Íslands sérhæfir sig í sveigjanlegri og skilvirkri vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Leiðbeinendur búa yfir áralangri reynslu af vinnuverndarfræðslu og byggja námskeið skólans á nýstárlegum kennsluháttum Keilis. Skólinn hóf starf sitt við upphaf árs 2020 og hefur úrval námskeiða farið stöðugt vaxandi síðan þá.

Nýjungar í kennsluháttum sem henta þínum vinnustað

Nemendur fá aðgang að öllu námsefni og kennslustundum rafrænt áður en námskeið hefst og koma því undirbúnir í vinnustofur sem gerir námið skilvirkara og hagkvæmara. Fá þeir þannig að njóta fyrsta flokks fræðslu sem mótuð er innan formlegs skólakerfis í nýstárlegu og notendavænu umhverfi. Með þessu er komið til móts við þarfir fyrirtækja og fjarvera starfsfólks frá vinnustað verður minni. Boðið er upp á námskeið í fjanámi, staðnámi og blöndu af fjar- og staðnámi.

Á opnum fjarnámskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands geta nemendur skráð sig og hafið nám samdægurs. Allt efni er aðgengilegt um leið og hægt er að skoða það eins oft og hver og einn þarf. Árangur innan opinna námskeiða er iðulega mældur með stuttum krossaprófum sem ljúka þarf áður en haldið er áfram í næsta hluta efnisins.

Vinnuverndarskóli Íslands - Haust 2021 [PDF]
Yfirlit yfir námskeið haustið 2021