Fara í efni

ÍAK nemar mæta í Keili

ÍAK nemar taka þátt í skemmtilegum leik
ÍAK nemar taka þátt í skemmtilegum leik

Nemar í ÍAK námi mættu saman í fyrsta skipti í Keili fyrir skemmstu. Dagskráin var þétt skipuð og innihélt m.a. hópeflisleiki þar sem þar nemendur skemmtu sér vel og kynntust hver öðrum. Rúmlega þrjátíu nemendur hófu nám í ÍAK einkaþjálfun og ÍAK styrktarþjálfun í haust og eru þeir frá ýmsum stöðum á landinu og á ólíkum aldri. Námið tekur einn vetur, uppfylli nemandi inntökuskilyrði, og er með vendinámsfyrirkomulagi sem er blanda af fjarnámi og staðlotum. Í vetur fer öll verkleg kennsla fram í húsnæði Keilis í nýstandsettum æfingasal sem býður uppá aukinn sveigjanleika við skipulagningu námsins.

Bjóðum nýnemana velkomna og óskum þeim góðs gengis í náminu.