Fara í efni

ÍAK nemar vígja nýja kennsluaðstöðu

ÍAK nemar njóta augnabliksins í nýju aðstöðunni.
ÍAK nemar njóta augnabliksins í nýju aðstöðunni.

Nemar í ÍAK einkaþjálfun og styrktarþjálfun mættu í staðlotu í húsnæði Keilis 5. október og tóku þátt í að vígja nýjan æfingasal fyrir verklega kennslu. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta en þar er að finna um 100 fermetra rými með tækjum og tólum til verklegrar kennslu auk þriggja einka sturtuklefa. Með tilkomu aðstöðunnar opnast möguleikar á að auka við verklega hluta kennslunnar og einnig skapast mikill sveigjanleiki við skipulag staðlota. 

Keppni um nafn á nýju aðstöðuna var sett af stað og verða úrslitin kynnt í næstu lotu ÍAK nema, nánar tiltekið kl. 12:00 fimmtudaginn 19. október. Mikil ánægja er innan Heilsuakademunnar með nýju aðstöðuna og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmdirnar.