Fara í efni

Setning námsbrautar í fótaaðgerðafræði

Nýnemar í fótaaðgerðafræði skemmtu sér vel í hópefli fyrsta skóladaginn.
Nýnemar í fótaaðgerðafræði skemmtu sér vel í hópefli fyrsta skóladaginn.

Nýnemar við námsbraut í fótaaðgerðafræði mættu í Keili miðvikudaginn 23. ágúst á setningu brautarinnar. Dagurinn hófst á erindi frá forstöðumanni Heilsuakademíunnar þar sem nemendur voru boðnir velkomnir og starfsemi skólans kynnt. Góðir gestur litu við og kynntu þjónustu sína við nemendur skólans s.s. námsráðgjafar og starfsmenn tölvudeildar. Að kynningum loknum fóru nemendur í létt hópefli undir stjórn Haddýar verkefnastjóra Heilsuakademíunnar.

Nemarnir, sem eru tólf talsins og á breiðu aldursbili, setjast nú á skólabekk til að nema sérgreinar námsbrautar í fótaaðgerðafræði. Sérgreinarnar telja  þrjár annir en í heildina er nám til löggildingar í fótaaðgerðafræði sex annir. Keilir er eini skólinn á landinu sem býður uppá nám í sérgreinunum.

Óskum nýnemunum góðs gengis í náminu.