Fara í efni

Nýr forstöðumaður leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku

Ragnar Þór Þrastarson, forstöðumaður leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku
Ragnar Þór Þrastarson, forstöðumaður leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku

Ragnar Þór Þrastarson hefur verð ráðinn til þess að stýra leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku sem Keilir hefur boðið upp á frá árinu 2013.

Ragnar Þór var verkefnastjóri námsins á fyrstu árum þess, er þrautreyndur leiðsögumaður og útskrifaðist með gráðu í ævintýraleiðsögn frá Thompson Rivers University sem er samstarfsskóli Keilis í náminu hér á landi. Þá er hann með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og er einn eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Asgard Beyond sem hefur sérhæft sig í sérhæfðum ævintýraferðum á Íslandi um árabil.

Átta mánaða hagnýtt nám í einstöku umhverfi

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Heilsuakademíu Keilis og Thompson Rivers University hefst næst í ágúst 2021. Umsóknarfrestur er til 15. júní.

Námið er á háskólastigi (60 ECTS) og tekur átta mánuði, þar sem um helmingur námstímans fer fram í verklegum áföngum víðsvegar um landið. Bóklegir áfangar fara fram í fjarnámi.

Námið hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku.