Fara í efni

Nú er rétti tíminn til að sækja sér vinnuvélaréttindi

Grunnnámskeið vinnuvéla við Vinnuverndarskóla Íslands veitir víðtæk atvinnuréttindi sem geta greitt veginn í atvinnuleit á fjölbreyttu sviði. Á fimmta hundrað einstaklinga hefur lokið vinnuvélanámi skólans með góðum árangri bæði á eigin vegum og í gegnum vinnuveitanda.

 

Vandað fjarnám á þínum forsendum

Grunnnámskeið vinnuvéla við Vinnuverndarskóla Íslands er að mestu gagnvirkt. Nemandi horfir á fyrirlestra og myndbönd, les ítarefni og leysir verkefni. Hægt er að horfa á hvern hluta eins oft og hver einstaklingur þarf eða vill. Til þess að komast áfram í námskeiðinu þurfa nemendur reglulega þreyta hlutapróf og vinna verkefni.

Námskeiðinu lýkur með upprifjun og krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands, einnig er hægt að taka lokaprófið í fjarnámsmiðstöðvum um land allt eftir frekara samkomulagi.

Að námskeiði loknu geta nemendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi. Þegar verklegri þjálfun er lokið er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu, en öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum nemenda.

 

Frekari upplýsingar og skráning

Grunnnámskeið vinnuvéla er hluti af framboði skólans á opnum fjarnámskeiðum. Það fer því að fullu fram í fjarnámi og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er og hafið nám á eigin forsendum.

Stéttarfélög veita flest styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir hluta af námsgjöldum en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar í gegnum vinnuveitanda og Vinnumálastofnun.

Kynna mér námið betur