Fara í efni

Spilastokkur nýrra ÍAK einka- og styrktarþjálfara útskrifaður

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 171 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 11. júní. Heilsuakademían útskrifaði alls 52 nemendur, 26 ÍAK einkaþjálfara og 26 ÍAK styrktarþjálfara. Arnar Hafsteinsson fráfarandi forstöðumaður Heilsuakademíunnar flutti ávarp og afhenti viðurkenningar ásamt Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, verkefnastjóra.

Bryndís Ósk Valdimarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með meðaleinkunn upp á 9,71 en Hildur Ketilsdóttir hlaut verðlaunin fyrir bestan námsárangur í ÍAK styrktarþjálfun með meðaleinkunnina 9,76 og hlutu þær báðar TRX bönd frá Hreysti að gjöf.

Alls hafa 694 einstaklingar lokið ÍAK einkaþjálfaranámi sem er eina einkaþjálfaranám á Íslandi sem er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og gæðavottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer stofnunarinnar). Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár.