Fara í efni

Fréttir

„Ég þótti einfaldlega óþekkur og vitlaus krakki“

Örvar Bessason, 47 ára gamall fjölskyldufaðir, náði stórum áfanga á dögunum þegar hann útskrifaðist af Háskólabrú. Hann er einn af þeim sem hafði því miður ekki góða upplifun af skólakerfinu og bjóst aldrei við því að fara aftur í nám.
Lesa meira

Beint úr Háskólabrú í nám til löggildingar fasteignasala

Birna Rós Gísladóttir, 27 ára Reykvíkingur og starfsmaður fasteignasölu, hlotnaðist þann heiður að vera með hæstu einkunn Háskólabrúar með 9,73 í meðaleinkunn. Fékk hún gjafabréf frá Arion banka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Lesa meira

Útskrift Háskólabrúar í júní 2022

Háskólabrú brautskráði samtals 76 nemendur, 63 nemendur af Háskólabrú í fjarnámi og 13 af Háskólabrú í staðnámi. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og afhenti útskriftarskírteini og viðurkenningarskjöl ásamt Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, verkefnastjóra Háskólabrúar.
Lesa meira

Nýtt námsframboð hjá Háskólabrú Keilis

Frá og með hausti 2022 geta nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi en vilja styrkja sig í raunvísindum stundað viðbótarnám hjá Háskólabrú Keilis í fjarnámi eða staðnámi. Þá getur námsleiðin einnig hentað nemendum sem hafa lokið aðfaranámi á Háskólabrú af félagsvísinda-, hugvísinda- eða viðskipta- og hagfræðideild.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Háskólabrú fyrir haust 2022

Opið er fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir haustönn 2022. Mikil aðsókn hefur verið í Háskólabrú síðustu ár og hvetjum við áhugasama til þess að senda inn umsókn tímalega. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.
Lesa meira

Dúx Háskólabrúar: „Sjúkrahúsinnlagnir og aðgerðir hjalli á veginum fremur en ókleif björg“

Sóley Kristín Harðardóttir fékk erfiðara verkefni en margir í lífinu en með gríðarlegri þrautseigju og viljastyrk tókst henni að útskrifast með hæstu einkunn úr Háskólabrú núna í janúarmánuði. Hún hlaut 9,75 í meðaleinkunn sem er jafnframt næsthæsta einkunn í sögu Háskólabrúar og sú hæsta í sögunni af verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar sem verður að teljast glæsilegur árangur.
Lesa meira

„Það er fátt betra en að sjá nemendur uppskera“

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hélt hátíðlega athöfn í Hljómahöll í síðustu viku í tilefni útskriftar frá Háskólabrú og Heilsuakademíu Keilis. Háskólabrú útskrifaði 58 nemendur og Heilsuakademía útskrifaði 11 nemendur úr fótaaðgerðafræði. Frá upphafi hafa nú samtals 4.221 einstaklingur útskrifast úr námi frá skólum Keilis. Af sóttvarnarástæðum var athöfnin aðeins opin fyrir útskriftarnemendur sem allir þurftu að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf eða nýlega covid-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).
Lesa meira

Útskrift úr deildum Keilis í janúar 2022

Föstudaginn 14. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr Háskólabrú og fótaaðgerðafræði frá Heilsuakademíu Keilis.
Lesa meira

Háskólabrú í fjarnámi hefst í janúar

Opnað hefur verið fyrir skráningu í fjarnám Háskólabrúar Keilis, bæði með og án vinnu, sem hefst í byrjun janúar 2021.
Lesa meira

184 nemendur útskrifaðir af Háskólabrú

Háskólabrú útskrifaði 31 nemanda af verk- og raunvísindadeild við hátíðlega athöfn í aðalbyggingu Keilis föstudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Því hafa alls 184 nemendur lokið námi á Háskólabrú árið 2021.
Lesa meira