Opið er fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir haustönn 2022. Mikil aðsókn hefur verið í Háskólabrú síðustu ár og hvetjum við áhugasama til þess að senda inn umsókn tímalega. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.
Boðið er upp á Háskólabrú í fjarnámi, staðnámi og með vinnu á fjórum mismunandi deildum: félagsvísinda- og lagadeild, hugvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild ásamt verk- og raunvísindadeild.
Þeim sem vantar allt að 20 framhaldsskólaeiningar til að hefja nám á Háskólabrú Keilis stendur til boða að taka Háskólabrú með undirbúningi. Þar er hægt að sækja undirbúningsáfanga á fjarnámshlaðborði MÁ og hefja nám á Háskólabrú í framhaldinu. Þeir sem hyggjast nýta sér þennan kost þurfa að sækja um tímanlega til þess að nægur tími gefist til að ljúka áföngum áður en nám hefst í haust.