Fara í efni

Inntökuskilyrði

Miðað er við að nemendur séu orðnir 23 ára og hafi lokið 70 einingum (117 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja einingakerfinu) á framhaldsskólastigi eða hafi lokið við námsleiðina Menntastoðir.  Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti 6 einingum (10 feiningum) í hverju af grunnfögunum þremur, þ.e. í stærðfræði, íslensku og ensku. Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.

Við bendum þeim sem vantar einingar upp á að mæta inntökuskilyrðum að skoða Háskólabrú með undirbúningi.

Þá hvetjum við þá sem eru óvissir í vali sínu á námsleið til þess að hafa samband við námsráðgjafa.