Miðað er við að umsækjendur séu orðnir 20 ára og uppfylli jafnframt eitt af eftirfarandi viðmiðum:
- Hafi lokið 90 fein (55 ein) og þar af framhaldsskólaeiningum á 2.hæfnisþrepi í ensku, íslensku og stærðfræði og búi yfir reynslu af vinnumarkaði.
- Hafi lokið 117 fein (70 ein) og þar af framhaldsskólaeiningum á 2.hæfnisþrepi í ensku, íslensku og stærðfræði.
- Hafi lokið námsleiðinni Menntastoðum og búi yfir reynslu af vinnumarkaði.
- Hafi lokið skilgreindu starfsnámi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.
- Hafi lokið stúdentsprófi en þurfa aukin undirbúning í raungreinum eða stærðfræði fyrir námsleiðina viðbót við stúdentspróf.
Umsækjendur sem þurfa eða vilja styrkja sig í grunnfögum geta t.d. tekið áfanga á fjarnámshlaðborði Menntaskólans á Ásbrú eða í öðrum framhaldsskólum.
Fylgigögn með umsókn eftir því sem við á:
- Mögulegt er að velja í umsóknarferlinu að veita okkur aðgang að fyrrum námsferli ef það er ekki gert þarf staðfest afrit einkunna úr framhaldsskóla að fylgja.
- Útskriftarskírteini frá Menntastoðum.
- Starfsvottorð frá vinnuveitanda. Sýnishorn af starfsvottorði.
- Umsækjendur eru jafnframt hvattir til að skila inn afritum vegna lokinna námskeiða þar sem fram kemur annað hvort einingafjöld eða klukkustundafjöldi.
- Kynningarbréf (stutt kynning á umsækjanda varðandi fyrri reynslu og hvert hann stefnir í framhaldi). Leiðbeiningar fyrir kynningarbréf.
- Ferilskrá. Sniðmát af ferilskrá.
Fylgigögn á að hengja við umsókn og skila inn rafrænt. Þeir sem eru með burtfararpróf eða sveinspróf þurfa ekki að skila inn starfsvottorði.
Umsóknarfrestur:
Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2024.
Þá hvetjum við þá sem eru óvissir í vali sínu á námsleið til þess að hafa samband við námsráðgjafa.