12.12.2022
Nám á Háskólabrú hefst næst í janúar 2023. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.
Lesa meira
22.11.2022
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki og hvetjum við alla sem hafa hug á frekara námi að mæta. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Lesa meira
16.11.2022
Miðvikudaginn 23. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Fjölheimum á Selfossi. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Lesa meira
07.10.2022
Á dögunum var undirrituð viljayfirlýsingu um þróun og innleiðingu fagháskólanáms í leikskólakennarafræðum á landsvísu af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis auk rektors Háskóla Íslands, rektors Háskólans á Akureyri og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira
01.09.2022
Þann 29. ágúst tóku fjörtíu framúrskarandi námsmenn við styrkjum úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Afreks- og hvatningarsjóðurinn hefur frá árinu 2008 veitt styrki til nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs eða aðfaranámi að háskólanámi og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig vel í námi.
Lesa meira
01.09.2022
Opið er fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir vorönn 2023. Mikil aðsókn hefur verið í Háskólabrú síðustu ár og hvetjum við áhugasama til þess að senda inn umsókn tímalega. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.
Lesa meira
15.08.2022
Unnar Geir Ægisson útskrifaðist með hæstu einkunn og fékk hann peningagjöf frá HS orku sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Unnar var með 9,79 í meðaleinkunn sem er næsthæsta einkunn í sögu Háskólabrúar og sú hæsta í sögunni af verk- og raunvísindadeild.
Lesa meira
13.08.2022
Á föstudaginn 12. ágúst síðastliðinn útskrifuðust 20 nemendur af verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn sem haldin var í sal Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hafa nú 4543 einstaklingar útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar og er heildarfjöldi útskrifaðra af Háskólabrú frá upphafi nú 2371 einstaklingur.
Lesa meira
09.08.2022
Föstudaginn 12. ágúst fer fram útskrift nemenda af verk- og raunvísindadeild á Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi. Útskriftin fer fram kl. 15:00 í aðalbyggingu Keilis í Reykjanesbæ.
Lesa meira
30.06.2022
Í útskrift Keilis í júnímánuði hlaut Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir Menntaverðlaun Háskóla Íslands. Verðlaunin hlaut hún fyrir framúrskarandi námsárangur á Háskólabrú og fyrir að sýna eftirtektarverða þrautseigju í námi.
Lesa meira