Fara í efni

Fréttir

Kynning á námsframboði Keilis

Í dag 12.apríl kom hópur nemenda í heimsókn frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem stundar nám í Menntstoðum.
Lesa meira

,,Það er aldrei of seint að mennta sig“

Margrét Andrea Larsdóttir er 35 ára þriggja barna móðir sem býr á Fáskrúðsfirði með fjölskyldu sinni. Margrét er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar sem staðsett er á Reyðarfirði. Einnig er hún í slökkviliðinu og sjúkraflutningum á Fáskrúðsfirði í hlutastarfi samhliða vinnu sinni á Reyðarfirði. Hún hóf nám hjá Keili í janúar 2022 og útskrifaðist núna í janúar 2023 ári síðar en ákvörðunin að fara í nám var ekki svo einföld að hennar sögn.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir haustönn 2023

Opið er fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir haustönn 2023. Mikil aðsókn hefur verið í Háskólabrú síðustu ár og hvetjum við áhugasama til þess að senda inn umsókn tímalega. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.
Lesa meira

Stefndi alltaf aftur í nám

Ágústa Pétursdóttir, 31 árs Hafnfirðingur, kom sjálfri sér mikið á óvart þegar hún varð dúx Háskólabrúar á nýliðinni haustönn hjá Keili. Ágústa er í dag búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum og syni. Fyrir utan að eyða tíma með strákunum sínum þá er hún að eigin sögn ,,hundanörd í húð og hár”.
Lesa meira

Útskrift úr Háskólabrú í janúar 2023

Föstudaginn 13. janúar fer fram útskrift nemenda af félagsvísinda- og lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild og verk- og raunvísindadeild í fjarnámi.
Lesa meira

Nám hefst næst á Háskólabrú í janúar

Nám á Háskólabrú hefst næst í janúar 2023. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.
Lesa meira

Háskólabrú á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki og hvetjum við alla sem hafa hug á frekara námi að mæta. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Lesa meira

Háskólabrú á Selfossi

Miðvikudaginn 23. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Fjölheimum á Selfossi. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Lesa meira

Þróun og innleiðing fagháskólanáms í leikskólafræðum á landsvísu

Á dögunum var undirrituð viljayfirlýsingu um þróun og innleiðingu fagháskólanáms í leikskólakennarafræðum á landsvísu af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis auk rektors Háskóla Íslands, rektors Háskólans á Akureyri og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira

Þrír nemendur Háskólabrúar hljóta styrk úr Afreks- og hvatningasjóði HÍ

Þann 29. ágúst tóku fjörtíu framúrskarandi námsmenn við styrkjum úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Afreks- og hvatningarsjóðurinn hefur frá árinu 2008 veitt styrki til nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs eða aðfaranámi að háskólanámi og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig vel í námi.
Lesa meira