Fara í efni

Fréttir

Þrír nemendur Háskólabrúar hljóta styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Þann 29. ágúst tóku fjörtíu framúrskarandi námsmenn við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Afreks- og hvatningarsjóðurinn hefur frá árinu 2008 veitt styrki til nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs eða aðfaranámi að háskólanámi og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig vel í námi.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir vorönn 2023

Opið er fyrir umsóknir á Háskólabrú fyrir vorönn 2023. Mikil aðsókn hefur verið í Háskólabrú síðustu ár og hvetjum við áhugasama til þess að senda inn umsókn tímalega. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.
Lesa meira

Hlaut hæstu einkunn frá upphafi á verk- og raunvísindadeild

Unnar Geir Ægisson útskrifaðist með hæstu einkunn og fékk hann peningagjöf frá HS orku sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Unnar var með 9,79 í meðaleinkunn sem er næsthæsta einkunn í sögu Háskólabrúar og sú hæsta í sögunni af verk- og raunvísindadeild.
Lesa meira

2371 einstaklingar útskrifaðir af Háskólabrú

Á föstudaginn 12. ágúst síðastliðinn útskrifuðust 20 nemendur af verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn sem haldin var í sal Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hafa nú 4543 einstaklingar útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar og er heildarfjöldi útskrifaðra af Háskólabrú frá upphafi nú 2371 einstaklingur.
Lesa meira

Brautskráning Háskólabrúar 12. ágúst

Föstudaginn 12. ágúst fer fram útskrift nemenda af verk- og raunvísindadeild á Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi. Útskriftin fer fram kl. 15:00 í aðalbyggingu Keilis í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Dýrmætasta veganestið trú á eigin getu

Í útskrift Keilis í júnímánuði hlaut Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir Menntaverðlaun Háskóla Íslands. Verðlaunin hlaut hún fyrir framúrskarandi námsárangur á Háskólabrú og fyrir að sýna eftirtektarverða þrautseigju í námi.
Lesa meira

„Ég þótti einfaldlega óþekkur og vitlaus krakki“

Örvar Bessason, 47 ára gamall fjölskyldufaðir, náði stórum áfanga á dögunum þegar hann útskrifaðist af Háskólabrú. Hann er einn af þeim sem hafði því miður ekki góða upplifun af skólakerfinu og bjóst aldrei við því að fara aftur í nám.
Lesa meira

Beint úr Háskólabrú í nám til löggildingar fasteignasala

Birna Rós Gísladóttir, 27 ára Reykvíkingur og starfsmaður fasteignasölu, hlotnaðist þann heiður að vera með hæstu einkunn Háskólabrúar með 9,73 í meðaleinkunn. Fékk hún gjafabréf frá Arion banka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Lesa meira

Útskrift Háskólabrúar í júní 2022

Háskólabrú brautskráði samtals 76 nemendur, 63 nemendur af Háskólabrú í fjarnámi og 13 af Háskólabrú í staðnámi. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og afhenti útskriftarskírteini og viðurkenningarskjöl ásamt Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, verkefnastjóra Háskólabrúar.
Lesa meira

Nýtt námsframboð hjá Háskólabrú Keilis

Frá og með hausti 2022 geta nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi en vilja styrkja sig í raunvísindum stundað viðbótarnám hjá Háskólabrú Keilis í fjarnámi eða staðnámi. Þá getur námsleiðin einnig hentað nemendum sem hafa lokið aðfaranámi á Háskólabrú af félagsvísinda-, hugvísinda- eða viðskipta- og hagfræðideild.
Lesa meira