Fara í efni

Umsóknarferlið

Háskólabrú hefst næst vorið 2023 en þá verður boðið upp á Háskólabrú í fjarnámi, bæði með og án vinnu. 

Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í Háskóla Íslands og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám. Með umsókninni þarf að fylgja eftirfarandi:

  • Afrit prófskírteina
  • Starfsferilsskrá
  • Stafræn mynd í góðri upplausn
  • Persónulegt bréf

Mikilvægt er að skila inn umbeðnum fylgigögnum því umsóknir eru ekki afgreiddar fyrr en öllum gögnum hefur verið skilað.

Inntökuskilyrði: Miðað er við að umsækjendur séu 23 ára eða eldri og hafi lokið að minnsta kosti 117 framhaldsskólaeiningum (70 einingum í eldra kerfi) eða lokið námsleiðinni Menntastoðir. Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið a.m.k. 10 framhaldsskólaeiningum (6 eininingum í eldra kerfi) í stærðfræði, íslensku og ensku.

Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er. Menntasjóður námsmanna lánar fyrir framfærslu og skólagjöldum samkvæmt reglum sjóðsins ef um fullt nám er að ræða. 

Sækja um nám á Háskólabrú