Fara í efni

Fréttir

Seinni lota haustannar hafin í MÁ

Í vikunni hófst seinni lota haustannar hjá nemendum Menntaskólans á Ásbrú. Uppsetning námsins í MÁ á bæði haustönn og vorönn er þannig uppsett að hvor önn skiptist í tvær lotur. Hver lota spannar 8 vikur en auk þess er svokölluð lotuskilavika eftir allar lotur. Í hvorri lotu eru flestir nemendur skráðir í þrjá áfanga sem telja 5 einingar hvor.
Lesa meira

Skuggakosningar í Menntaskólanum á Ásbrú

Góð stemning var í kringum Skuggakosningar sem fóru fram í Menntaskólanum á Ásbrú fimmtudaginn 9. september, en þær fara nú fram í öllum framhaldsskólum landsins í aðdraganda alþingiskosninga.
Lesa meira

Upphaf skólaársins í MÁ

Þriðja skólasetning Menntaskólans á Ásbrú fer fram í aðalbyggingu skólans miðvikudaginn 18. ágúst næstkomandi.
Lesa meira

Tvenn verðlaunaverkefni í Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla

Nemendur Menntaskólans á Ásbrú gerðu gott mót í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla en tvö lið komust í úrslit og unnu þau bæði til verðlauna við hátíðlega athöfn sem haldin var í höfuðstöðvum Arion banka.
Lesa meira

Innritun á haustönn í Menntaskólann á Ásbrú

Opið er fyrir innritun nemenda í Menntaskólann á Ásbrú á haustönn 2021. Innritun eldri nema lýkur 31. maí og lokainnritun 10. bekkinga lýkur 10. júní næstkomandi.
Lesa meira

Lið MÁ áberandi í úrslitakeppni Ungra frumkvöðla

Tvö lið frá Menntaskólanum á Ásbrú eru komin í úrslitakeppni Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem haldin er árlega á vegum samtakanna Ungir Frumkvöðlar á Íslandi.
Lesa meira