Fara í efni

Upphaf skólaársins í MÁ

Þriðja skólasetning Menntaskólans á Ásbrú fer fram í aðalbyggingu skólans miðvikudaginn 18. ágúst næstkomandi. Undirbúningi haustannar miðar vel og verður opnað fyrir stundatöflur í Innu mánudaginn næstkomandi.

Dagskrá skólasetningar:

  • kl. 9:15 skólasetning í matsal
  • kl. 9:30 kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

Gera má ráð fyrir ýmiskonar uppbroti, hópefli og fræðslu fyrstu skóladagana. Allt uppbrot er skipulagt í kennslustundum og rúmast því innan vinnudags nemenda. Skóladagatal Menntaskólans á Ásbrú má nálgast hér.

Skrifstofa Menntaskólans á Ásbrú er opin frá 9:00 - 15:00 mánudag til fimmtudags og 9:00 - 12:00 á föstudögum. Hægt er að nálgast allar almennar upplýsingar hér á vefnum, með því að senda fyrirspurn á menntaskolinn@keilir.net eða í síma 578 4000. Allar upplýsingar um námsgögn í áföngum kynna kennarar í sínum hópum í Innu og/eða með tölvupósti.

Nánari upplýsingar eða breytingar sem kunna að verða á skólastarfi í kjölfar breytinga sóttvarnarreglna verða kynntar um leið og upplýsingar liggja fyrir af hálfu yfirvalda.

Afar brýnt er að allir eldri nemendur (aðrir en nýnemar) kynni sér valgreinar fyrir komandi haustönn og gangi frá skráningu í valgrein(ar), sjá nánari upplýsingar um framboð valgreina og fyrirkomulag hér. Einnig er hægt að hafa samband við Skúla Frey áfangastjóra MÁ vegna frekari upplýsinga um valgreinar.

Við hlökkum til að hefja haustönnina með ykkur.