10.11.2023
Geir Finnsson enskukennari og félagsmálafulltrúi í MÁ birti grein á Vísi um reynslu sína af gervigreind við kennslu í MÁ.
Lesa meira
10.11.2023
Nemendur Menntaskólans á Ásbrú hafa kost á að velja áfanga í samtímalist. Samtímalist nær yfir list samtímans þar sem listamaðurinn fær frelsi til að beita ólíkum stíl og tæknibrögðum. Kristín Stella Lorange kennir áfangann og fylgir nemendum í ferðalag um söfn og sýningar þar sem vel er tekið á móti hópnum.
Lesa meira
25.10.2023
Gettu Betur er spurningarkeppni íslenskra framhaldsskóla sem Ríkisútvarpið stendur fyrir árlega. Gettu betur lið MÁ er klárt og skipar það þau Ren, Núpdal og Guðmund. Varamenn eru Adam og Indigo. Þjálfari skólans er Jóhann Viðar Hjaltason.
Lesa meira
17.10.2023
Í lotu 2 sem nú er að hefjast koma frumkvöðlar úr tölvuleikjaiðnaðnum í heimsókn, Samgöngustofa verður með fræðsluerindi og fulltrúi frá stéttarfélagi hittir nemendur og ræðir við þau um réttindi og skyldur. Það má einnig nefna að búið er að ráða þjálfara fyrir Gettu betur liðið okkar og nemendafélagið, Örgjörvinn, er að undirbúa viðburði til efla félagsandann. Nýung í MÁ í þessari lotu er að bjóða nemendum að velja um fleiri staðbundna valáfanga.
Lesa meira
04.10.2023
Nemendur í Menntaskólanum á Ásbrú leggja drög að tölvuleik um hafið fyrir Fisktækniskóla Íslands. Verkefnið er unnið samtímis í tveimur áföngum, ensku 3 og GAME 3.
Lesa meira
28.09.2023
Nemendum og starfsmönnum MÁ bar boðið af CCP á EVE FAnfest hátíðina í tilefni 20 ára afmælis EVE Online.
Lesa meira
19.09.2023
Menntaskólinn á Ásbrú hlaut 300 þúsund króna styrk frá Lýðheilsusjóði til að halda málþing um Kynheilbrigði. Í MÁ var þemavika 11. – 15. september þar sem yfirskriftin var kynheilbrigði. Nemendur og starfsfólk undirbjuggu vikuna með tilliti til fræðsluerinda. Í lok vikunnar var haldin uppskeruhátíð með söng og veitingum.
Lesa meira
17.08.2023
Skólasetning Menntaskólans á Ásbrú var miðvikudaginn 16.ágúst. Nemendur, starfsfólk og gestir hitttust á sal skólans og flutti Ingigerður Sæmundsdóttir forstöðumaður MÁ ávarp, kynnti starfsfólkið og setti formlega haustönn 2023.
Lesa meira
19.06.2023
Halldór Björnsson er 19 ára gamall dúx frá Menntaskólanum á Ásbrú. Hann býr í Hafnarfirði með foreldrum sínum, systur og fjölskylduhundinum. Halldór hefur mikinn áhuga á að spila og búa til tölvuleiki, lesa bækur og horfa á myndir. Halldór byrjaði hjá MÁ haustið 2020 í miðju Covid og útskrifaðist með framúrskarandi árangri eftir þriggja ára nám sem einkenndist af allskonar áskorunum.
Lesa meira
26.04.2023
Hópur nema úr MÁ eru kominn í úrslit í keppni Ungra Frumkvöðla. Fyrirtækið þeirra er eitt af 30 fyrirtækjum sem eru nú komin í úrslit. Alls taka yfir 160 fyrirtæki þátt í keppninni í ár.
Lesa meira