Fara í efni

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Menntaskólann á Ásbrú

Opið er fyrir umsóknir á vef Menntaskólans á Ábrú fyrir þá sem vilja hefja nám í október 2022 eða janúar 2023. Hægt er að hefja nám í Menntaskólanum á Ásbrú fjórum sinnum á ári, þ.e. í ágúst, október, janúar og mars.
Lesa meira

Kynningarfundur forráðamanna nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema 2022 var haldinn á dögunum í Menntaskólanum á Ásbrú. Á fundinn mættu forráðamenn nýnema, námsráðgjafar MÁ, fulltrúar tölvudeildar, kennsluráðgjafi, áfangastjóri og forstöðumaður.
Lesa meira

Nemendur úr dönskum skóla heimsóttu MÁ

Þriðjudaginn 13. september síðastliðinn tók Menntaskólinn á Ásbrú á móti 51 nemendum og þremur kennurum frá Thisted Gymnasium í Danmörku. Um er að ræða verkefni á vegum Erasmus+ þar sem markmiðið var að nemendur þessa skóla fengju að kynnast íslenskum framhaldsskóla og jafnöldrum þeirra hérlendis.
Lesa meira

MÁ í samstarf við Sálfræðistofu Suðurnesja

Á dögunum skrifaði Menntaskólinn á Ásbrú undir samstarfssamning við Sálfræðistofu Suðurnesja. Samningurinn felur það í sér að nemendur MÁ hafa aðgang að sálfræðiþjónustu innan ákveðinna tímamarka sem eru mun styttri en gengur og gerist.
Lesa meira

Skólasetning MÁ

Lesa meira

Innritun nýnema lokið

Innritun nýnema fyrir skólaárið 2022-2023 er lokið. Við bjóðum nýja nemendur velkomna í nám við Menntaskólann á Ásbrú á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Í haust hefjum við fjórða árið í MÁ. Nú þegar hafa 22 nemendur útskrifast með stúdentspróf í tölvuleikjagerð og stefna nokkrir nemendur á útskrift í janúar 2023.
Lesa meira

Dúx stefnir á að vinna við 2D/3D animation

Á dögunum fór fram útskrift hjá fyrsta útskriftarhóp Menntaskólans á Ásbrú, eina skóla landsins sem býður upp á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) er einn af fjórum skólum Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og hefur frá árinu 2019 boðið nemendum að stunda nám á metnaðarfullri stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Lesa meira

Útskrift MÁ: „Á svona stundu eru allir sigurvegarar“

Á föstudaginn 27. maí síðastliðinn fór fram hátíðleg athöfn í húsnæði Keilis á Ásbrú í tilefni útskriftar hjá fyrsta nemendahóp Menntaskólans á Ásbrú. Menntaskólinn á Ásbrú útskrifaði 21 nemanda og hafa nú 4340 einstaklingar útskrifast úr námi frá skólum Keilis.
Lesa meira

Fyrsti nemendahópur MÁ útskrifast 27. maí

Föstudaginn 27. maí næstkomandi fer fram útskrift fyrsta nemendahóps Menntaskólans á Ásbrú. Menntaskólinn á Ásbrú hóf starfsemi haustið 2019 þegar fyrsti nemendahópurinn hóf nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Lesa meira

Innritun í MÁ fyrir haustönn 2022

Innritun framhaldsskóla er með nokkuð breyttu sniði miðað við fyrri ár og er ekki forinnritunartímabil eins og hefur verið. Þess í stað er tímabil innritunar 10. bekkinga lengt í 6 vikur frá 25. apríl til 10. júní og innritun eldri nemenda var frá 15. mars til 22. apríl.
Lesa meira