Fara í efni

Skuggakosningar í Menntaskólanum á Ásbrú

Góð stemning var í kringum Skuggakosningar sem fóru fram í Menntaskólanum á Ásbrú fimmtudaginn 9. september, en þær fara nú fram í öllum framhaldsskólum landsins í aðdraganda alþingiskosninga.

Samkvæmt kjörnefnd hefur þátttaka nemenda verið afar góð. Eins og fram kemur á vefnum www.egkys.is eru Skuggakosningar kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og endurspegla því vilja nemenda um allt land.

Skuggakosningar hafa farið fram þrisvar sinnum áður. Niðurstöður kosninganna verða gerðar opinberar eftir kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 25. september næstkomandi.