Fara í efni

Seinni lota haustannar hafin í MÁ

Í vikunni hófst seinni lota haustannar hjá nemendum Menntaskólans á Ásbrú. Uppsetning námsins í MÁ á bæði haustönn og vorönn er þannig uppsett að hvor önn skiptist í tvær lotur. Hver lota spannar 8 vikur en auk þess er svokölluð lotuskilavika eftir allar lotur. Í hvorri lotu eru flestir nemendur skráðir í þrjá áfanga sem telja 5 einingar hvor.

Með þessu fyrirkomulagi geta nemendur einbeitt sér að færri fögum hverju sinni auk þess sem þeir eru lausir við alla streitu sem getur fylgt hinum hefbundnu lokaprófum.

Námsmat í MÁ er eingöngu í svokölluðu símati þar sem vinna nemenda er metin jafnt og þétt yfir lotuna. Þannig er vinnuframlag og dugnaður einn af lykilþáttum námsins.

Þetta fyrirkomulag hefur verið notað frá því að Menntaskólinn á Ásbrú hóf starfsemi haustið 2019 og hefur almennt ríkt mikil ánægja með það.