Fara í efni

Fréttir

Spennandi tækifæri fyrir nemendur sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám

Undirbúningur fyrir ÍAK einkaþjálfaranám verður í boði fyrir þá nemendur sem vantar fáa áfanga í viðbót til að uppfylla inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám. Þannig geta nemendur sótt undirbúningsáfanga í opnum framhaldsskólaáföngum til þess að bætt við sig allt að 30 framhaldsskólaeiningum í því skyni að uppfylla inntökuskilyrði ÍAK einkaþjálfaranáms.
Lesa meira

Skapandi tækifæri í ævintýraleiðsögn

„Ég vissi alltaf að ég elskaði ævintýra lífstílinn, en ég bjó einnig yfir mikilli sköpunargáfu og ég var ekki viss um að ég gæti fundið mér stað innan ævintýraíþrótta og ferðamannaiðnaðinum. Námið í ævintýraleiðsögn sýndi mér að það var mögulegt – að þar væru svo mörg skapandi tækifæri."
Lesa meira

Meðferðatímar í fótaaðgerðafræði

Við höfum opnað fyrir bókanir skjólstæðinga í verklega meðferðatíma í ágúst, september og október.
Lesa meira

Hæsta meðaleinkunn í sögu einkaþjálfaranáms Keilis

21 nemandi brautskráðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis föstudaginn 14. ágúst og með útskriftinni hafa samtals 668 einstaklingar lokið einkaþjálfaranámi frá skólanum.
Lesa meira

Fjölmenn brautskráning ÍAK styrktarþjálfara

22 nemendur brautskráðust sem ÍAK styrktarþjálfarar úr Íþróttaakademíu Keilis við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ, 12. júní 2020. Þetta er stærsti útskriftarhópur styrktarþjálfara á Íslandi til þessa, en með útskriftinni hafa 92 einstaklingar lokið styrktarþjálfaranámi frá skólanum og samtals yfir sjöhundruð þjálfarar úr Íþróttaakademíu Keilis.
Lesa meira

Leiðsögunám fellur niður á haustönn 2020

Vegna afleiðinga af COVID-19 faraldrinum fellur fyrirhugað leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á haustönn 2020 niður. Um er að ræða átta mánaða langt háskólanám í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada, en Keilir hefur boðið upp á námið síðan haustið 2013.
Lesa meira

Nám í fótaaðgerðafræði hefst í ágúst

Keilir býður upp á nám í fótaaðgerðarfræði, hið eina sinnar tegundar á Íslandi. Keilir bauð í fyrsta skipti upp á námið vorið 2017 en þá hófu tíu nemendur nám við skólann. Bóklegur hluti námsins fer fram í fjarnámi en staðlotur fara fram á Ásbrú í Reykjanesbæ. Miklir atvinnumöguleikar um allt land.
Lesa meira

ÍAK einkaþjálfaranám hefst í ágúst 2020

ÍAK einkaþjálfaranámið er það ítarlegasta sem er í boði á Íslandi, það er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og vottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í leiðsögunám

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University hefst næst í ágúst 2021. Um er að ræða 60 ECTS, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Lesa meira

Meðferðatímar í fótaaðgerðafræði

Allir meðferðatímar nemenda í fótaaðgerðafræðinámi Keilis í apríl falla niður. Verklegir tímar hefjast hinsvegar aftur í maí og höfum við opnað fyrir bókanir skjólstæðinga.
Lesa meira