Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í leiðsögunám

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University hefst næst í ágúst 2021. Umsóknarfrestur er til 15. júní.

Námið er á háskólastigi (60 ECTS) og tekur átta mánuði, þar sem um helmingur námstímans fer fram í verklegum áföngum víðsvegar um landið. Námið hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku. 

Er leiðsögunám í ævintýraferðamennsku fyrir þig?

Námið er grunnur að helstu þáttum ævintýraferðamennsku. Það hentar þeim sem vilja:

  • Kynnast starfi ævintýraleiðsögumannsins
  • Bæta við þekkingu sína á ævintýraferðamennsku
  • Skoða möguleikann á að gera ævintýraleiðsögn að starfsframa
  • Fara í hlutfallslega stutt og hnitmiðað nám
  • Hafa möguleika á að fara í nám sem gefur möguleika að fá metið í framhaldsnám

Nánari upplýsingar um námið