Fara í efni

Skapandi tækifæri í ævintýraleiðsögn

Nora, sem nú stundar nám í ævintýrablaðamennsku við Thompson Rivers háskóla í Kanada deildi upplifun sinni af náminu í ævintýraleiðsögn í viðtali við TRU nýverið.

Í viðtalinu segir Nora „Ég vissi alltaf að ég elskaði ævintýra lífstílinn, en ég bjó einnig yfir mikilli sköpunargáfu og ég var ekki viss um að ég gæti fundið mér stað innan ævintýraíþrótta og ferðamannaiðnaðinum. Námið í ævintýraleiðsögn sýndi mér að það var mögulegt – að þar væru svo mörg skapandi tækifæri. Nú þegar ég nálgast lok náms míns hef ég úr mörgum mismunandi tækifærum að velja um hvaða stefnu ég vil taka í lífinu héðan, það er í senn mjög spennandi og yfirþyrmandi fyrir mig. Námið kynnti mig fyrir samfélagi og veitti mér tæki færi á að mynda tengsl við mismunandi aðila í mismunandi brönsum. Ég á náminu í ævintýraleiðsögn það að þakka fyrir alla vinina og tengiliðina sem ég hef eignast á undanförnum tveimur árum. Ég er þakklát fyrir að vera hluti af þessu samfélagi.“

Nora hóf nám sitt í sameiginlegu námi Keilis og TRU Adventure Studies í ævintýraferðamennsku hvar hún lauk átta mánaða námi og hlaut viðurkenningu sem ævintýraleiðsögumaður. Að því loknu brann hún enn fyrir útiveruna og hélt því áfram námi við Thompson Rivers háskóla hvaðan hún lauk diplómanámi í ævintýraleiðsögn.

Nora, a TRU alumna

Sjaldgæf mynd af Noru fyrir framan myndavélina