Fara í efni

Leiðsögunám fellur niður á haustönn 2020

Vegna afleiðinga af COVID-19 faraldrinum fellur fyrirhugað leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á haustönn 2020 niður. 

Boðið hefur verið upp á námið frá því í ágúst 2013 og hefur Keilir síðan þá útskrifað tæplega hundrað nemendur, bæði íslenska og erlenda. Hlutfall erlendra nemenda hefur aukist á milli ára og koma að jafnaði um helmingur nemenda erlendis frá.

Að auki kemur stór hluti leiðbeinenda og sérfræðinga námsins frá erlendum háskólum og stofnunum.

Vegna óvissu um samgöngur og ferðalög milli landa á þessu ári hefur Keilir, í samráði við Thompson Rivers háskólann í Kanada sem vottar námið, ákveðið að fella niður námið á hausönn 2020.

Við biðjum þá sem hafa sótt um nám núna í haust velvirðingar á þessu og bjóðum áhugasömum að sækja um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á haustönn 2021. Þá mun skólinn skoða það að skipuleggja og bjóða upp á styttri námskeið, endurmenntun og einingabæra áfanga í ævintýraferðamennsku á komandi vetri.

Arnar Hafsteinsson
Forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis