Fara í efni

Nám í fótaaðgerðafræði hefst í ágúst

„Fótaaðgerðafræði er heilbrigðisfag sem höfðar til mín og gerir mér kleift að elta drauma mína“, Eyr…
„Fótaaðgerðafræði er heilbrigðisfag sem höfðar til mín og gerir mér kleift að elta drauma mína“, Eyrun Linda Gunnarsdóttir

Keilir býður upp á nám í fótaaðgerðarfræði, hið eina sinnar tegundar á Íslandi. Keilir bauð í fyrsta skipti upp á námið vorið 2017 en þá hófu tíu nemendur nám við skólann. Nú stunda hátt í tuttugu nemendur fótaaðgerðafræði við skólann.

Bóklegur hluti námsins fer fram í fjarnámi en staðlotur fara fram á Ásbrú í Reykjanesbæ. Miklir atvinnumöguleikar um allt land.

Hvað gera fótaaðgerðafræðingar?

Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau fótamein, sem ekki krefjast sérstakrar læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast í heilbrigðiskerfinu þar að lútandi. Skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um. 

Hvernig fer námið fram?

Nám í almennum kjarna og heilbrigðisgreinum taka 3 - 4 annir og er gert ráð fyrir því að nemendur hafi alla jafna lokið því námi áður en þeir hefja nám í sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám og eru áfangarnir kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Nánari upplýsingar um námið

Umsögn um námið

Eyrun Linda Gunnarsdóttir útskrifaðist sem fótaaðgerðafræðingur 18. janúar 2019. Námið hjá Keili gerði henni kleift að elta drauma sína um að gerast sjálfstætt starfandi aðili með sinn eigin rekstur. Hér fyrir neðan má sjá hvað Eyrún hefur að segja um fótaaðgerðafræðinám Keilis.

„Draumur minn hefur alltaf verið að gerast sjálfstætt starfandi aðili með eigin rekstur. Fótaaðgerðafræði er heilbrigðisfag sem höfðar til mín og gerir mér kleift að elta drauma mína. Ég er við þann mundinn að opna mína eigin stofu í Grafarvogi þar sem ég mun starfa við hliðina á öðrum fótaaðgerðafræðingi. Starfsstéttin er náin og ríkir góður andi þar.“

Námsfyrirkomulagið hentaði mér vel

Ég bý í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldu minni, því hefur vendinám hentað afar vel til að geta unnið samhliða námi. Námið er krefjandi en jafnframt spennandi og fræðandi  auk þess sem það passaði vel við mig og mitt áhugasvið. Tíminn leið hratt, ég eignaðist frábærar vinkonur og kynntist æðislegum kennurum og starfsfólki sem eru fagleg og stuðningsrík. Ávalt var unnið að lausnum ef vandamál báru að eins og tungumála örðugleikar eða vöntun á upplýsingum. 

Þó að skólagöngu sé lokið í þessu fagi þá er hægt að bæta í reynslubankann og sækja námskeið til að auka á færni sem eykur á fjölbreytni starfsins. Ég mæli eindregið með námi í fótaaðgerðafræði hjá Keili. 

Smellið hér fyrir fleiri umsagnir nemenda