Fara í efni

Fréttir

Sjöundi nemendahópur Leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku

Skólasetning Leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers háskólans í Kanada fór fram um miðjan ágúst.
Lesa meira

Skólasetning í ÍAK þjálfaranámi Keilis

Skólasetning og fyrsta staðlotan í ÍAK einka- og styrktarþjálfaranámi Keilis verður föstudaginn 6. september og munu nemendur þá hittast í fyrsta skipti í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Mánudaginn 19. ágúst hefjast rafrænir fyrirlestrar hjá nemendum í náminu.
Lesa meira

Skólasetning í fótaðagerðafræði

Nýnemadagur og skólasetning í fótaaðgerðafræðinámi Íþróttaakademíu Keilis verður kl. 10:00 mánudaginn 19. ágúst í aðalbyggingu Keilis. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst kl. 9:00.
Lesa meira

Brautskráning ÍAK einka- og styrktarþjálfara

Samtals 40 nemendur brautskráðust sem ÍAK þjálfarar úr Íþróttaakademíu Keilis föstudaginn 14. júní síðastliðinn. Af þeim voru 24 einkaþjálfarar og 16 styrktarþjálfarar.
Lesa meira

Brautskráning nemenda í leiðsögunámi 14. júní 2019

Íþróttaakademía Keilis og Thompson Rivers University í Kanada brautskráðu níu nemendur úr leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku föstudaginn 14. júní síðastliðinn. Námið hefur vakið athygli bæði meðal íslenskra og erlendra nemenda og hafa samtals 85 nemendur frá hátt í tuttugu þjóðernum útskrifast á undanförnum árum.
Lesa meira

Námsár Leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku í myndum

Nicki Samsom-Kapp, kanadískur nemandi í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University, hefur verið dugleg að taka myndir í verklegum áföngum námsins.
Lesa meira

Nám í fótaaðgerðafræði hefst næst í ágúst

Keilir býður upp á nám í fótaaðgerðarfræði og hefst námið næst í lok ágúst 2019. Námið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi.
Lesa meira

Fjórir nemendur Keilis í landsleik Íslands og Skotlands

Í landsleik Íslands og Skotlands í fótbolta sem fram fór á Algarvemótinu á dögunum voru fjórir Nordic Fitness Education - NPTC einkaþjálfarar frá Keili. Þrjár konur í íslenska liðinu og ein í því skoska.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins er einnig ÍAK einkaþjálfari

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyr­irliði í knatt­spyrnu og leikmaður Wolfs­burg í Þýskalandi var útnefnd Íþróttamaður ársins 2018 af Samtökum íþróttafréttamanna, en Sara Björk lauk ÍAK einkaþjálfaranámi Keilis árið 2016.
Lesa meira

Nemandi í NPTC námi Keilis vinnur til verðlauna

Ana Markovic, sem útskrifaðist úr nýju einkaþjálfaranámi Keilis í fjarnámi (NPTC) árið 2018 vann nýlega til verðaluna á Rhein-Neckar-Pokal Champion mótinu í Þýskalandi.
Lesa meira