Fara í efni

Vísir: Geta lært tölvuleikjagerð til stúdentsprófs

Allt að 40 nemendur munu geta sótt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Keili í haust. Nám í tölvuleikjagerð á var í boði á háskólastigi fyrir skólaárið sem stendur nú yfir og er það unnið í samstarfi við norskan skóla.

Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið en Samtök iðnaðarins og Samtök leikjaframleiðenda, IGI, fagna mjög þessum tíðindum í yfirlýsingu á vef SI. Þar segir að leikjaiðnaðurinn á Íslandi hafi þegar náð miklum árangri og skapað auknar útflutningstekjur. Nám í tölvuleikjagerð sé lykilþáttur í að Ísland nái enn meiri árangri á þessu sviði og að útflutningstekjur vaxi enn frekar.

Samtök iðnaðarins hafa lagt áherslu á aukningu útflutningstekna og að hugvitsdrifið hagkerfi festist í sessi og er þessi ákvörðun í takti við þær áherslur.

Lesa fréttina