Fara í efni

Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár

Áfanginn fjallar um leit og notkun á fræðilegum upplýsingum. Áhersla verður lögð á að nemendur geti leitað sér að fræðilegum heimildum í leitarvélum, á alnetinu, í bókum og í tímaritum. Fjallað verður sérstaklega um sjúkraskrár, meðferð persónuupplýsinga, þagnarskyldu og varðveislu gagna.

Farið verður yfir lög og reglur sem snúa að réttindum sjúklinga, lög um sjúkraskrár, lög um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsfólks ásamt skyldum þeirra í tengslum við sjúkraskrár. Einnig verður fjallað um ritun og uppsetningu faglegra ritgerða, metið áreiðanleika heimilda og skráningu heimilda og ritgerða samkvæmt APA kerfinu.

Fyrirkomulag, verð og umsókn

Hægt er að sækja námskeið í Hlaðborði Keilis hvar og hvenær sem er. Hver áfangi í Hlaðborðinu kostar 20.000 kr. og fer skráning fram á Innu. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga, frá því þeir skrá sig í hann á kennsluvef Keilis. Frekari upplýsingar veitir fulltrúi Menntaskólans á Ásbrú á hladbord@keilir.net.

Nánar um Hlaðborð Keilis

Markmið áfanga á Hlaðborði Keilis eru miðuð við Aðalnámskrá framhaldsskólanna. Áfangarnir skiptast upp í hæfnistig og undir hverju hæfnistigi eru fyrirlestrar, námsefni, æfingar og moodle verkefni. Þegar nemandi hefur lokið moodle verkefninu með einkunnina 5 eða hærra telst hann hafa náð því hæfnisstigi.

Heildarfjöldi vinnustunda nemanda eru 18 - 24 klst m.v. hverja einingu og þeir áfangar sem verða í boði til að byrja með eru allir 5 einingar. Það er því misjafnt hvað kennari ætlar nemendum í vinnustundir t.d. hlusta á fyrirlestra, lesa ítarefni, vinna verkefni, moodleverkefni o.þ.h. það er allt sem telur. Því er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hversu margir fyrirlestrarnir eiga að vera. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga fyrir sig.