Fara í efni

Sumarnámskeið í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Á meðal námskeiða í boði er tölvuleikjagerð fyrir ungt fólk
Á meðal námskeiða í boði er tölvuleikjagerð fyrir ungt fólk

Keilir hefur sett saman röð námskeiða í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda sem miða að uppbyggingu á Suðurnesjunum í kjölfar falls WOW Air í vor. Á meðal námskeiða eru útvist, jöklaferðir, tölvuleikjagerð og flugtengd störf.

Námskeiðin fara fram í júlí og ágúst. Þau eru án endurgjalds og henta bæði ungu fólki sem og fullorðnum einstaklingum.

Í framhaldi af fundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra með íbúum Suðurnesja í apríl um atvinnu- og fræðslumál á svæðinu var stofnaður starfshópur um málið innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun er byggði á sýn heimamanna og stjórnvalda og vinna henni brautargengis ásamt því að vakta, greina og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu.

Á heimasíðunni má nálgast upplýsingar um þau námskeið sem Keilir hefur sett saman.