Fara í efni

Skólasetning Menntaskólans á Ásbrú

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun formlega setja fyrsta skólaár Menntaskólans á Ásbrú, mánudaginn 19. ágúst kl. 14:00, en kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fyrr um daginn.
 
Þá verður nýnemadagur haldinn föstudaginn 16. ágúst þar sem nemendur kynnast námsfyrirkomulaginu og skólaumhverfinu í Keili, auk þess að kynnast hvert öðru og kennurum skólans. Mæting fyrir nemendur er kl. 11:20 og einkennist dagksráin af hópefli, ásamt krefjandi og skapandi verkefnum. Við minnum á að nýnemadagurinn er einungis ætlaður  fyrir nemendur, en foreldrar fá boð um foreldrafund síðar. 
 
Menntaskólinn á Ásbrú var stofnaður í ársbyrjun og býður einn íslenskra framhaldsskóla upp á nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð. Alls sóttu um eitt hundrað nemendur um skólavist á haustönn 2019 en af þeim hefja 45 nemendur nám við skólann núna í ágúst.