Fara í efni

Samtímalist um víðan völl

Hringátta í Hörpu
Hringátta í Hörpu

Nemendur Menntaskólans á Ásbrú í áfanganum samtímalist eru búin að fara víða. Samtímalist nær yfir list samtímans þar sem listamaðurinn fær frelsi til að beita ólíkum stíl og tæknibrögðum. Kristín Stella Lorange kennir áfangann og fylgir nemendum í ferðalag um söfn og sýningar þar sem vel er tekið á móti hópnum. Nemendur skoða og skilgreina samhengi milli lista og menningar á líðandi stund.

Nemendur fóru nú á haustönn meðal annars á sýndarsafn á netinu, heimsóttu Rokksafn Íslands, Listasafn Reykjanesbæjar, Hringátta í Hörpu, Lista appið hjá Reykjavíkurborg og fengu fræðslu í Hafnarborg. Á döfinni er að heimsækja Kjarvalstaði  og Listasafn Reykjavíkur og líta við á vinnustofu Sossu í Reykjanesbæ. Ölllum þessum heimsóknum og upplifunum fylgja verkefni og úrvinnsla nemenda þar sem farið er sérstaklega í hugmyndalist og skilgreiningu á hugtökunum list og listaverki.