Fara í efni

Opið hús í Menntaskólanum á Ásbrú

Við munum leggja mikið upp úr hlýlegu námsumhverfi sem aðlagar sig að þörfum einstaklinga
Við munum leggja mikið upp úr hlýlegu námsumhverfi sem aðlagar sig að þörfum einstaklinga
Það verður opið hús í nýjasta framhaldsskóla landsins, Menntaskólanum á Ásbrú – Tölvuleikjabraut, laugardaginn 6. apríl kl. 14 - 16. Skólinn er staðsettur í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 í Reykjanesbæ.
 
Gestum gefst tækifæri á að skoða vinnurýmið í sköpunarferlinu og fá innsýn í hvernig námsrými og kennsluhættir vinna saman í að skapa skapandi aðstöðu til náms. Þá verður hægt að hitta kennara sem aðhyllast nútíma vinnubrögð við nám og kennslu, ásamt því að spjalla við náms- og starfsráðgjafa um hvernig nemendur geta sniðið námið að sínum þörfum.
 
Fulltrúar frá Myrkur Games segja frá töluvleikjaiðnaði á Íslandi og atvinnumöguleika fyrir fólk með stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Þá verður einnig hægt að kynnast námsleiðum á háskólastigi sem tengjast leikjagerð í háskólum bæði hérlendis og erlendis, svo sem forritun, tölvunarfræði, leikjagerð til BS gráðu, o.fl.

Kynntu þér einstakt námstækifæri og einstaklingsmiðaða þjónusta í þína þágu.
 
Nánari upplýsingar um Menntaskólann á Ásbrú og nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð á www.menntaskolinn.is