Fara í efni

Nemendur MÁ nutu sín á EVE Fanfest

Nemendur MÁ á EVE Fanfest 2023
Nemendur MÁ á EVE Fanfest 2023

Nemendum og starfsfólki MÁ var boðið af CCP á EVE Fanfest hátíðina sem haldin var í Laugardalshöll 22.september. Hátíðin er haldin árlega en nú var tilefnið 20 ára afmæli EVE Online. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið CCP skapaði leikinn EVE Online og hafa rúmlega 20 milljónir manna um allan heim spilað með. Nemendur MÁ nutu góðs af því að virða fyrir sér vel heppnaðan afrakstur tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi og að ræða við tölvuleikjahönnuði og spilara. Fyrir marga nemendur var mikil upplifun að hitta fólk í bransanum og vera þátttakandur í þessum stóra viðburði.

Forseti Íslands flutti ávarp á opnunarathöfn hátíðarinnar og sagðist fagna því að CCP og önnur fyrirtæki skapa atvinnu hér á landi með gerð tölvuleikja. Hátíðina sóttu um 2000 manns frá öllum heimshornum, spilarar leiksins og starfsfólk. MÁ þakkar stuðning og velvild sem CCP og önnur tölvuleikjargerðarfyrirtæki sýna MÁ með góðu samstarfi.