Fara í efni

Grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám

Námskeiðið er ætlað fullorðnum einstaklingum (18 ára og eldri) sem vilja kynnast tækifærum og námi til einka- og atvinnuflugmanns. 

Á námskeiðinu verður farið yfir fyrirkomulag og skipulag einka- og atvinnuflugnáms, sem og þau tækifæri sem felast í flugtengdum störfum. Þátttakendur kynnast flugnámi frá upphafi til enda, tegundaáritun flugmanna og vinnu í flughermum, sem og öðrum tengdum starfsstéttum bæði beinum og afleiddum flugstörfum. 

Um er að ræða greinargott og innihaldsríkt grunnnámskeið um flug, sem er ætlað að vekja áhuga fólks á námi og tækifærum í flugi og flugtengdum greinum bæði hérlendis og erlendis. 

Athygli skal vakin á því að námskeiðið höfðar jafn vel til beggja kynja.

Námskeiðið fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Auk þess verður farið í vettvangsferðir og heimsóknir til fyrirtækja.

Þess ber að geta að námskeiðið veitir engin réttindi, en allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið námskeiðinu þar sem fram kemur ítarleg lýsing á innihaldi þess.

Skráning á námskeiðið


 Námskeiðið í hnotskurn

  • Lengd: 5 virkir dagar.
  • Dagsetning: 22. - 26. júlí.
  • Tímasetning: Kl. 9 - 14:30 alla daga
  • Aldur: Námskeiðið er fyrir 18 ára og eldri.
  • Staðsetning: Námskeiðið fer fram í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ, auk þess sem vettvangsferðir og heimsóknir verða farnar út fyrir svæðið.
  • Tungumál: Kennt verður á íslensku
  • Ferðir: Keilir mun sjá um skipulagningu og framkvæmd heimsókna og vettvangsferða. 
  • Tengiliður: Sveinn Björgvinsson (svenni@keilir.net), rekstrarstjóri verklegrar deildar Flugakademíu Keilis.

Kennarar og leiðbeinendur

Umsjónarmaður námskeiðsins er Óskar Pétur Sævarsson, flugkennari hjá Keili. Óskar Pétur er atvinnuflugmaður og hefur meðal annars starfað sem flugstjóri hjá RyanAir og sem flugmaður hjá Icelandair.

Byggir á áratuga reynslu Keilis í flugtengdum námsbrautum

Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands er einn stærsti flugskóli á Norðurlöndunum með yfir tuttugu kennsluvélar, þrjá flugherma og á þriðja hundrað nemendur í atvinnuflugnámi, auk einkaflugmannsnáms. Skólinn hefur á undanförnum árum einnig boðið upp á fjölbreytt framboð flugtengdra námsbrauta svo sem flugvirkjanám, flugumferðarstjórn, flugþjónustunám og flugrekstrarnám. 

Skólinn leggur áherslu á sveigjanlega kennsluhætti, tæknivæddar kennsluvélar og þægilegt námsumhverfi sem aðlagar sig að þörfum nútíma nemenda. Sérstaða skólans í framsæknum kennsluháttum, sem og krefjandi og fjölbreyttar aðstæður til verklegrar þjálfunar flugmanna, gera Ísland að einu besta landi til flugnáms í heiminum.

Skráning á námskeiðið