Fara í efni

Albert fyrsti fulltrúi MÁ á söngkeppni framhaldsskólana

Menntaskólinn á Ásbrú tekur í fyrsta sinn þátt í söngkeppni framhaldsskólana næstkomand sunnudagskvöldi. Fulltrúi skólans er annars árs neminn Bergmann Albert F. Ramirez, betur þekktur sem Albert.

Að sögn Alberts er hann mjög spenntur fyrir keppninni. „Ég hlakka sérstaklega til að sjá atriðin hjá hinum skólunum. Keppnin í fyrra var með verulega flottum atriðum svo ég ætla að gera mitt allra besta fyrir skólann okkar,“ svaraði Albert aðspurður um keppnina á sunnudaginn. Hann kemur til með að taka lagið Yesterday með Bítlunum.

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 3. apríl kl. 19.45 og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Þetta er í 32. skipti sem keppnin fer fram og mun MÁ taka þátt ásamt 22 öðrum skólum.

Dómnefnd keppninnar skipa þau Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur og Ljótur hálfviti, Gréta Salóme, söngkona, fiðluleikari og Eurovision fari og Stefán Jakobsson, söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og fyrrverandi keppandi í söngkeppninni.