Fara í efni

Kynning á námsframboði Keilis

Í dag 12.apríl kom hópur nemenda í heimsókn frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem stundar nám í Menntstoðum. Hópurinn fékk að skoða aðstöðu Keilis og jafnframt kynningu á námsframboði. Nám á Háskólabrú er kjörið framhald af námi í Menntastoðum þar sem lokaundirbúningur fyrir háskólanám er stundað. Hópurinn var afar áhugasamur og hver einstaklingur með námsmarkmið til framtíðar. Við þökkum hópnum kærlega fyrir komuna og vonandi fær Keilir tækifæri til að taka þátt í þeirra námsferli í framtíðinni.

Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Háskólabrú, hægt er að kynna sér námið hér.