Fara í efni

Útskrift úr Háskólabrú í janúar 2023

Föstudaginn 13. janúar fer fram útskrift nemenda af félagsvísinda- og lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild og verk- og raunvísindadeild í fjarnámi.

Útskriftin fer fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ kl. 15.00 þar sem Keilir mun útskrifa nemendur úr Menntaskólanum á Ásbrú, Háskólabrú og Heilsuakademíu. Athöfnin er opin bæði útskriftarnemendum og gestum þeirra og getur hver útskriftarnemi tekið með sér 3-4 gesti í athöfnina.

Fyrstu nemendur Háskólabrúar Keilis hófu nám haustið 2007 og hafa á þriðja þúsund nemenda útskrifast frá upphafi af Háskólabrú. Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi en vilja stefna á háskólanám eða styrkja sig á vinnumarkaði. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfaranám í samstarfi við Háskóla íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands.