Íþróttaakademía Keilis býður upp á spennandi tækifæri fyrir nemendur sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám: Undirbúningur fyrir ÍAK einkaþjálfaranám
Um er að ræða úrræði fyrir þá sem vantar allt að 30 framhaldsskólaeiningar til að hefja nám í ÍAK einkaþjálfun. Þannig er hægt að sækja undirbúningsáfanga í fjarnámi í vor og hefja nám í einkaþjálfun haustið 2021.
Hérna er yfirlit yfir inntökuskilyrði og þær leiðir sem þú hefur til þess að hefja vegferðina að því að verða einkaþjálfari.
Þeim nemendum sem vantar upp á að uppfylla inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám stendur til boða að taka allt að 30 feiningar í opnum framhaldsskólaáföngum. Ferlið er skipulagt út frá stöðu hvers umsækjanda fyrir sig. Nemendur skipuleggja sjálfir, með hjálp starfsfólks, í hvaða röð þeir taka áfangana og greiða fyrir hvern áfanga fyrir sig. Eftir að umsókn hefur borist aðstoðar starfsfólk umsækjendur við að skipuleggja leið að inntökuskilyrðum. Öllum undanförum þarf að vera lokið 15.júní. Nemendur geta þannig verið í stakk búnir að hefja nám í ÍAK einkaþjálfun á haustönn 2021.
ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum ýmissa hópa; fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill öðlast þekkingu á sviði þjálfunar og næringar, íþróttafólki sem vill vera meðvitað um eigið líkamlegt hreysti, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði sérhæfðrar þjálfunar.
Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi. Það er í heild 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar við Íþróttaakademíuna á tveimur önnum. Að námi loknu öðlast nemendur viðurkenninguna ÍAK einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranám er vottað af Europe Activve á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer) og fá útskrifaðir ÍAK einkaþjálfarar skráningu í EREPS (European Register of Exercise Professionals) gagnagrunn stofnunarinnar.
Nám í ÍAK einkaþjálfun er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
Eftirfarandi áföngum þarf að vera lokið eða þarf að ljúka samhliða ÍAK sérgreinanáminu:
Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Fein | |
Kjarni (63 einingar) | ||||
Bókfærsla |
BÓKF1IB05 | 5 | ||
Danska |
DANS2RM05
|
5 | ||
Enska
|
ENSK2LO05
ENSK2EH05 |
10 | ||
Íslenska |
ÍSLE2HM05
ÍSLE2MR05 |
10 | ||
Stærðfræði |
STÆR2HS05
|
5 | ||
Lífsleikni
|
LÍFS1ÉG03
LÍFS1BS02 |
5 | ||
Íþróttir |
ÍÞRÓ1AA01
ÍÞRÓ1AB01
ÍÞRÓ1GH03
ÍÞRÓ1LS01
ÍÞRÓ1ÚF02
|
8 | ||
Raungreinar |
RAUN1LÍ05
|
5 | ||
Samskipti |
SASK2SS05
|
5 | ||
Tölvunotkun, upplýsingatækni |
UPPL1GT05
|
5 | ||
Heilbrigðisgreinar (37 einingar) | ||||
Heilbrigðisfræði
|
HBFR1HH05
|
5 | ||
Líffæra- og lífeðlisfræði |
LÍOL2BV05
LÍOL2IL05 |
10 | ||
Næringarfræði
|
NÆRI1GR05
|
5 | ||
Lýðheilsa
|
LÝÐH1HR01 LÝÐH1LV01 |
|
2 | |
Sálfræði
|
SÁLF2AA05
|
5 | ||
Félagsvísindi
|
FÉLV1IF05 |
|
5 | |
Upplýsingalæsi á tölvur
og sjúkraskrár
|
UPPÆ1SR05 | 5 |
Nemendur geta valið úr fjölbreyttu úrvali opinna framhaldsskólaáfanga í fjarnámi. Hægt er að taka 1 til 6 áfanga eftir því hversu margar einingar viðkomandi vantar upp á.
Áfangarnir henta öllum þeim sem þurfa að uppfylla forkröfur til náms innan deilda Keilis. Þeir eru aðeins kenndir í fjarnámi og nemendur geta skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar.
Frekari upplýsingar um opna framhaldsskólaáfanga
Skráðu þig í undirbúning fyrir ÍAK einkaþjálfaranám og byrjaðu að undirbúa þig strax í dag eða hafðu samband við okkur og saman finnum við réttu leiðina fyrir þig.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til að senda inn umsókn. Öllum umsóknum er svarað og allir umsækjendur sem koma til greina í námið eru kallaðir til viðtals.