Fara í efni

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands (læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði) var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Að námskeiðinu kemur breiður og öflugur hópur kennara. Fyrirlestrar og stoðtímar hefjast í janúar en aðgangur að kennsluefni opnast um leið og skráningu er lokið.

SKRÁÐU ÞIG Á NÁMSKEIÐIÐ OG BYRJAÐU STRAX AÐ UNDIRBÚA ÞIG FYRIR INNTÖKUPRÓFIÐ 2023 (hlekkur hér neðar á síðunni)

Nú þegar hafa yfir 150 skráð sig og hafið undirbúning

Hér má sjá kynningarfund sem haldinn var 13. október 2022

Námskeiðinu má skipta í fjóra hluta:

  • Kennsluvefur: Við skráningu fá þátttakendur aðgang að kennsluvef námskeiðsins sem inniheldur æfingaefni og upptökur af fyrirlestrum fyrri ára.
  • Handbók námskeiðsins:  "Biblía" námskeiðsins er uppfærð árlega með gagnlegum upplýsingum fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ. Uppfærð útgáfa birtist á kennsluvef námskeiðsins í september ár hvert. 
  • Stoðtímar: Skipulögð dagskrá hefst í janúar með vikulegum stoðtímum, í húsnæði HÍ við Stakkahlíð, sem standa fram í apríl. Fyrri hluti stoðtímanna fer í fyrirlestur en seinni hlutinn í dæmatíma þar sem kennarar og aðstoðarfólk ganga um stofuna og aðstoða við úrlausn úthlutaðra verkefna. Athugið að fyrirlestrarnir eru í beinu streymi og því er námskeiðið aðgengilegt öllum, óháð staðsetningu. Einnig er mögulegt að fá aðstoð í dæmatímum gegnum fjarfundarforrit (Teams).
  • Vorfyrirlestrar:  Í endaðan maí og fram að Inntökuprófi Læknadeildar HÍ í júní eru daglegir fyrirlestrar í húsnæði HÍ.

 

Streymt er frá öllum fyrirlestrum og þeir í framhaldi settir inn á kennsluvef námskeiðsins. Einnig er í boði að koma fyrirspurnum til kennara í gegnum fjarfundarbúnað í dæmatímum og því geta allir sótt námskeiðið hvar sem þeir eru staddir í heiminum. 

Athugið að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands og bera þátttakendur sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í Inntökuprófið sjálft og greiða fyrir það.

Drög að dagskrá stoðtíma vorið 2023. 

Vikulegir stoðtímar hefjast miðvikudaginn 11. janúar 2023 og standa til og með 12.apríl. Tímarnir eru kl. 17:30 - 19:30 í húsnæði Háskóla Íslands.

Stoðtímar skiptast í fyrri hluta og seinni hluta. Fyrri hlutinn er klukkutíma fyrirlestur og seinni hlutinn yfirleitt dæmatími úr efni fyrirlestursins. Kennarar námskeiðsins sjá um fyrirlestra og læknanemar sjá um dæmatímann ásamt kennaranum. Dagskráin er birt hér, með fyrirvara um breytingar. 

 • 11. janúar – Líffræði I
  Farið verður yfir; vítamín, efni líkamans, sveim, frumur, vefi, efnaskipti og orkubúskap, æxlun, flokkun og vistfræði. 

 • 18. janúar – Efnafræði I
  Í fyrsta efnafræðistoðtímanum verður lögð megináhersla á lotukerfið, mólreikning og efnajöfnur. Þetta eru grunnatriði efnafræðinnar sem allir verða að hafa á hreinu. 

 • 25. janúar – Stærðfræði I
  Farið verður yfir helstu atriði varðandi jöfnur, algebru og föll.

 • 1. febrúar – Eðlisfræði I
  Farið verður í grunnatriði í eðlisfræði og rætt um stærðir og einingar. Við byrjum á hreyfifræði, kraftfræði og farið verður í varðveislu orku og skriðþunga. Gott væri að prenta út formúlublað Læknadeildar, til að hafa til hliðsjónar í dæmatímanum.

 • 8. febrúar – Íslenska / pallborðsumræður
  Farið verður yfir grunnatriði í íslenskri málfærni. Seinni hlutann ætlum við að nota í pallborðsumræður þar sem nokkrir læknanemar á fyrsta ári ræða sína nálgun á Inntökuprófið og undirbúning fyrir það.

 • 15. febrúar – Líffræði II
  Farið verður yfir flutning yfir himnur, Na/K-dæluna, myndun boðspennu og lífeðlisfræði helstu líffærakerfa líkamans.

 • 22. febrúar – Efnafræði II
  Í öðrum efnafræðistoðtíma vetrarins verður farið í varmafræði, jafnvægi í efnahvörfum, gasjöfnuna og að lokum skerpt á nokkrum lykilatriðum er varða rafefnafræðina.

 • 1. mars – Stærðfræði II
  Farið verður yfir helstu atriði varðandi rúmfræði og hlutföll og hornaföll. 

 • 8. mars – Siðfræði / Almenn þekking
  Farið er yfir mikilvæg siðfræðihugtök og hvernig best er að leysa siðfræðivandamál. Seinni klukkutíminn er helgaður almennri þekkingu.

 • 15. mars – Eðlisfræði II
  Farið verður í þrýsting, lögmál Arkimedesar, hringhreyfingu, ljósfræði og varmafræði.

 • 22. mars – Líffræði III
  Erfðafræði; líkindareikningur, samsætur, kjarnsýrur, stökkbreytingar, frumuskipting og myndun prótína úr erfðaupplýsingunum.

 • 29. mars – Efnafræði III
  Í þriðja og síðasta efnafræðitímanum verður lögð áhersla á sýru- og basajafnvægi og lífræna efnafræði. Farið verður yfir lykilatriði og helstu dæmatýpur.

 • 12. apríl – Stærðfræði III
  Efni dagsins er talningarfræði, heildun, deildun og markgildi. 

Drög að dagskrá vorfyrirlestra vorið 2023.

Síðustu vikurnar fyrir inntökuprófið verður röð vorfyrirlestra og hér fyrir neðan má sjá tímasetningarnar. Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Dagskráin er birt hér, með fyrirvara um breytingar. 

 • 15. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Líffræði  
 • 16. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Líffræði  
 • 17. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Líffræði 
 • 19. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Eðlisfræði 
 • 20. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Eðlisfræði 
 • 22. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Stærðfræði 
 • 23. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Stærðfræði 
 • 24. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Stærðfræði 
 • 25. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Siðfræði/Sálfræði 
 • 26. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Efnafræði 
 • 30. júní, kl. 08:30 - 10:30  | Efnafræði 
 • 31. júní, kl. 08:30 - 10:30 | Efnafræði 
 • 1. júní, kl. 08:30 - 10:30 | Íslenska/félagsfræði 

 

Umsagnir

Námskeiðið er rosalega góður undirbúningur fyrir inntökuprófið. Mæli með því að allir sem ætla í prófið fari á námskeiðið! Algjör snilld!
Guðríður Hlíf, M.B.

Ég tók prófið í fyrra en fór ekki á námskeiðið. Mér gekk ágætlega en finn hvað ég er miklu betur undirbúin núna. Það er mikill metnaður lagður í námskeiðið og ég er fegin að hafa skráð mig!
Nafnlaust

Vandað og vel uppsett námskeið sem ég mæli eindregið með fyrir hvern þann sem hyggst þreyta inntökuprófið fyrir lækninn eða sjúkraþjálfarann.
Matthías Örn Halldórsson

Hefur hjálpað mér mjög mikið í undirbúningnum og hjálpar mér að skipuleggja mig hvað ég á að læra og með hvaða áherslum.
Elín Þóra

Algjör snilld, ef maður hefði haft svona kennara í framhaldsskóla, þá væri þetta próf ekki erfitt.
Einar Gauti Ólafsson

Þeir sem sækja þetta námskeið hafa klárt forskot á hina sem gera það ekki.
Andri H. Halls

Mjög flott námskeið, þó að ég ætli ekki inn fyrr en á næsta ári hjálpaði þetta mjög að rifja upp og sýna mér hverju ég á vona á og hvaða orrustur er sniðugt að velja þegar ég fer að undirbúa mig á næsta ári.
Kári Ingason

 

Gagnlegir tenglar

Skráning á námskeiðið

 • Skráning á námskeiðið er bindandi og námskeiðsgjald fæst því ekki endurgreitt
 • Eftir að gengið er frá skráningu fá þátttakendur aðgang að kennsluvef námskeiðsins sem inniheldur efni til undirbúnings fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ.
  – Athugið að póstþjónar flokka skeyti um kennsluvefinn stundum sem ruslpóst. Fylgist því vel með ruslpósthólfi ef skeytið hefur ekki borist innan tveggja virkra daga.

 Skráning