Fara í efni

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í fótaaðgerðafræði

Opið er fyrir umsóknir í næsta hóp fótaaðgerðafræðinnar sem fer af stað í janúar 2022. Námið er hið eina sinna tegundar á Íslandi og býður uppá góða atvinnumöguleika um land allt. Útskrifaðir nemendur hafa gjarnan hafið störf á fótaaðgerðastofum eða stofnað sínar eigin stofur.
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

Keilir stendur fyrir opnum kynningarfundum fyrir þá sem hyggjast þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á næsta ári.
Lesa meira

Fjölbreytt vinnuverndarnámskeið í september

Vinnuverndarskóli Íslands sérhæfir sig í sveigjanlegri og skilvirkri vinnuverndarfræðslu. Skólinn býður upp á á þriðja tug áhugaverðra og gagnlegra námskeiða um vinnuvernd, vinnuvélar og öryggi á vinnustöðum.
Lesa meira

Dagskrá Vinnuverndarskóla Íslands

Haustið 2021 mun Vinnuverndarskóli Íslands bjóða breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Um er að ræða fjölda opinna fjarnámskeiða sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem. Í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á grunnnámskeið vinnuvéla á bæði ensku og pólsku, auk fjölda annarra námskeiða.
Lesa meira

Nýnemadagar leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku

Skólasetning Leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers háskólans í Kanada fer fram um miðjan ágúst. Hátt í tuttugu nemendur hefja nú að nýju nám við námsbrautina, en námið var ekki í boði á síðasta skólaári sökum Covid faraldursins.
Lesa meira

Skólasetning ÍAK og fótaaðgerðafræði

Skólasetningar í ÍAK einka- og styrktarþjálfaranámi og fótaaðgerðafræði verða mánudaginn 16. ágúst næstkomandi. Að þessu sinni verða athafnirnar eingöngu á rafrænu formi en skólasetning ÍAK hefst kl. 10 og skólasetning í fótaaðgerðafræðinámi hefst kl. 13. Nemendur verða boðnir velkomnir og stiklað á stóru um það sem framundan er í náminu.
Lesa meira

Aukið hungur í ævintýri að heimsfaraldri loknum

Ævintýraleiðsögumaðurinn Linas Kumpaitis hefur alla tíð verið náttúruunnandi og naut þess að ferðast um og skoða náttúruna. Hann hafði þó alltaf nagandi tilfinningu um að hann væri ekki að gera hlutina alveg rétt, væri ekki nógu undirbúinn og að taka of miklar áhættur.
Lesa meira

Hagnýtt nám í náttúru Íslands

Enn er hægt að sækja um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku sem hefst næst í ágúst 2021. Námið tekur einungis átta mánuði og snýst um þá hlið ferðamennskunnar sem er líkamlega krefjandi og ævintýraleg, líkt og flúðasiglingar, sjókajakróður, ísklifur og fjallamennsku svo fátt eitt sé nefnt.
Lesa meira

Nýr forstöðumaður Heilsuakademíu

Elvar Smári Sævarsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Heilsuakademíunnar.
Lesa meira

Rýmri inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám

Umsækjendur sem hafa lokið heilsu- eða íþróttatengdu námi á framhaldsskólastigi eða úr sambærilegum greinum á framhalds- eða háskólastigi uppfylla inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám Keilis.
Lesa meira