Fara í efni

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt og helstu reglugerðir sem settar eru í samræmi við þau.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi við vélar. Einnig verður fjallað ítarlega um gerð áhættumats á vinnustöðum. 

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu/fjarkennslu. Í fjarnámi fá nemendur stutt heimaverkefni sem farið verður yfir í fjarkennslu í Teams. Fjarkennslan býður upp á gagnvirkni, spurningar og umræður. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu/fjarkennslu. Þar fer kennari stuttlega yfir aðalatriði í efninu, svo eru unnin einstaklingsverkefni og hópverkefni. Í kennslustofu/fjarkennslu er gert ráð fyrir líflegum skoðanaskiptum og uppbyggjandi umræðum um vinnuverndar- og öryggismál. Námskeiðið byggir á námskrá um námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði.

Ávinningur

Aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla að betri líðan starfsmanna. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Þá eru námskeiðin einnig kennd í fjarnámi. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 28. apríl 2021, kl. 13-15 í fjarnámi
  • Miðvikudaginn 26. maí 2021, kl. 13-15 í fjarnámi
  • Miðvikudaginn 16. júní 2021, kl. 13-15 í fjarnámi
  • Miðvikudaginn 25. ágúst 2021, kl. 13-15 í fjarnámi

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 32.000 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu/fjarkennslu.

Skráning á námskeið